Töldu stjórnmálin vera kaup kaups thorunn@frettabladid.is skrifar 30. júní 2010 04:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, gerir upp sín mál. Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón. Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Jón Sigurðsson varð aldrei eiginlegur flokksformaður Framsóknarflokksins því að öll formennska hans fór í að halda samstöðu og koma í veg fyrir íkveikjur meðal framsóknarmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein hans í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla, sem kom út í gær. Jón gerir upp tímann í kringum Alþingiskosningar 2007, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður flokksins. Hann segir samtök framsóknarmanna í Reykjavík hafa verið lömuð af illdeildum, óhróður um forystumenn flokksins hafi náð langt inn í hann sjálfan og menn í efstu forystu hafi tekið þátt í því. Þá segir Jón marga hafa verið vana spillingarglósum um flokkinn. „Lærdómsríkt var að kynnast viðskiptahugmyndum sumra um stjórnmálin. Þau ættu að vera kaup kaups: Þið gerið fyrst eitthvað fyrir okkur og svo styðjum við ykkur á eftir. Forystumenn samtaka þóttust geta boðið atkvæði almennra félagsmanna í samræmi við þetta." Jón segir forseta Íslands hafa boðið honum nokkrum sinnum til Bessastaða til viðræðna. „Mér fannst forsetinn vera að leita að tækifæri til að taka sjálfstætt frumkvæði í einhverju málefni - bæði að leita að málefninu og tækifærinu - til að staðfesta sjálfstætt eigið hlutverk og áhrifavald." Jón segir þetta fróðlegt í ljósi síðari atburða. Þá lýsir hann Geir H. Haarde sem góðum samstarfsmanni, tillitssömum og jarðbundnum miðjumanni sem tók ekki mikið frumkvæði. Jón segir flokkinn bera pólitíska meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins. Fráleitt sé að rekja hrunið til kvótakerfisins, en það hafi þó verið upphaf að aðgreindum eiginlegum fjármálamarkaði á Íslandi. Þá segir hann að pólitískir bláþræðir hafi verið í einkavæðingu bankanna, en það standist ekki að rökvíslegir „þræðir liggi þaðan til atburða ársins 2008". Jón segist hafa leitað upplýsinga um Icesave árið 2006, og „fékk þau svör að það væri öruggt og ekki ástæða til áhyggju af því". Hann segir að ákveðið hafi þó verið árið 2007 að skipa nefnd til að fara yfir málið, sérstaklega Evrópureglur um útibú og dótturfyrirtæki og innstæðutryggingar. Þar sem styttist í kosningar á þeim tíma hafi því verið frestað. Jón segist hafa rætt það mánuðum fyrir kosningar að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri, eins og varð úr eftir stuttar meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Augljóst var að ég náði ekki út fyrir fylgiskjarna flokksins," segir Jón.
Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira