Hafþór Júlíus Björnsson sigraði keppnina Sterkasti maður á Íslandi um helgina eftir mikla baráttu við Benedikt Magnússon, segir í frétt Víkurfrétta.
Sigurvegarinn er 21 árs, 2 metrar og 5 sentimetrar á hæð og vegur 170 kíló.
Sjö keppendur mættu til leiks. Úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en í síðustu grein, bóndagöngu og uxagöngu, segir í fréttinni.
Keppnin er á vegum Magnúsar Vers Magnússonar, sem eitt sinn var sterkasti maður heims.
Hafþór Júlíus er sterkasti maður landsins
