Línurnar í borginni lítt teknar að skýrast 6. maí 2010 04:30 Oddvitarnir fengu stuttan tíma til að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum, og fannst Jóni Gnarr greinilega að Dagur B. Eggertsson færi full frjálslega með tíma fundargesta. Dagur grínaðist með það sjálfur að hann væri ekki þekktur fyrir að vera langorður, og uppskar hlátur fundargesta.Fréttablaðið/Anton Fréttaskýring: Hvernig leggja oddvitar framboðanna línurnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar? Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnarpólitíkinni í gær. „Ég sagði strax í upphafi að ef þetta [framboð Besta flokksins] yrði leiðinlegt myndi ég bakka út úr þessu,“ sagði Jón Gnarr, oddviti grínframboðsins Besta flokksins, í framsögu sinni á fundinum, sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík. „Þegar fór að síga á þetta fóru að renna á mig tvær grímur. Meiri alvara fór að færast í þetta og leiðindi. Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir. Eftir vandlega umhugsun hef ég ákveðið að draga framboð Besta flokksins til baka í sveitarstjórnarkosningunum.“ Besti flokkurinn mældist með stuðning 23,4 prósenta kjósenda í nýlegri könnun Fréttablaðsins og sló þögn á salinn við tíðindin. Nokkrum andartökum síðar sagði Jón: „Djók!” Það kom viðstöddum væntanlega lítið á óvart að oddviti Besta flokksins hæfi mál sitt með góðum brandara. Framboðið er enda grínframboð, þó að meiri alvara hafi raunar farið að færast yfir málflutning Jóns síðustu daga. En það var ekki bara ólíkindatólið Jón Gnarr sem var samur við sig á þessum fyrsta opna fundi oddvita allra framboða í borginni. Oddvitar stóru flokkanna voru einnig á kunnuglegum slóðum í málflutningi sínum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri, lagði eins og áður áherslu á samstarf allra flokka. Hún sagðist ekki gefa út stór loforð en lofaði þó að gera eins vel og hægt er við núverandi aðstæður. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggja áherslu á að finna leiðir út úr kreppunni. Leggja verði áherslu á þjónustu við þá sem minna mega sín. Kosningarnar munu snúast um hugmyndafræði, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Eins og flestir á fundinum lagði hún áherslu á að standa vörð um velferðarmálin á erfiðum tímum. Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins, sagði áherslur flokksins liggja á sviði velferðarmála og atvinnumála. Hann sagði hugmynd Hönnu Birnu um nokkurs konar „þjóðstjórn“ allra flokka eftir kosningar góðra gjalda verða, en verði það raunin sagði hann að ópólitískur borgarstjóri yrði að leiða slíka stjórn. Fulltrúar smærri framboðanna fengu kærkomið tækifæri til að gera grein fyrir sínum stefnumálum á fundinum í gær. Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins, sagði Frjálslynda flokkinn ávallt hafa barist gegn sérhagsmunagæslu. Stefnumál flokksins séu fyrst og fremst að standa vörð um velferðarmálin í borginni. Til að afla fjár verði að efla útflutningsfyrirtæki og framleiðslu. Ólafur F. Magnússon, oddviti framboðs Óháðra, hvatti fundargesti til að skoða það sem borgarfulltrúar hafi gert undanfarin ár, ekki orðagjálfur á fundum. Hann sagði stjórnarsamstarf sitt með Sjálfstæðisflokknum hafa náð að festa flugvöllinn og gömlu borgina í sessi, en vandaði hvorki öðrum borgarfulltrúum né fjölmiðlum kveðjurnar. Nýverið var tilkynnt um nýtt framboð fyrir kosningarnar í vor, Reykjavíkurframboðið. Baldvin Jónsson, oddviti framboðsins, segir það óháð framboð um hagsmuni borgarbúa. Stefnumál framboðsins eru öðru fremur að þétta byggð og draga með því úr umferð. Framboðið vill í því skyni flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, og nýta landið undir íbúðabyggð. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sagði borgina leiðinlega og óbarnvæna, aðgengi fyrir fótgangandi og fatlaða væri lélegt og strætókerfið súrrealískt. Hann tók raunar ekki fram að þessu vildi Besti flokkurinn breyta, en lesa mátti það úr orðum hans. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig leggja oddvitar framboðanna línurnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar? Fundargestir á opnum fundi með oddvitum allra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 29. maí næstkomandi héldu að þeir hefðu orðið vitni að tímamótum í borgarstjórnarpólitíkinni í gær. „Ég sagði strax í upphafi að ef þetta [framboð Besta flokksins] yrði leiðinlegt myndi ég bakka út úr þessu,“ sagði Jón Gnarr, oddviti grínframboðsins Besta flokksins, í framsögu sinni á fundinum, sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík. „Þegar fór að síga á þetta fóru að renna á mig tvær grímur. Meiri alvara fór að færast í þetta og leiðindi. Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir. Eftir vandlega umhugsun hef ég ákveðið að draga framboð Besta flokksins til baka í sveitarstjórnarkosningunum.“ Besti flokkurinn mældist með stuðning 23,4 prósenta kjósenda í nýlegri könnun Fréttablaðsins og sló þögn á salinn við tíðindin. Nokkrum andartökum síðar sagði Jón: „Djók!” Það kom viðstöddum væntanlega lítið á óvart að oddviti Besta flokksins hæfi mál sitt með góðum brandara. Framboðið er enda grínframboð, þó að meiri alvara hafi raunar farið að færast yfir málflutning Jóns síðustu daga. En það var ekki bara ólíkindatólið Jón Gnarr sem var samur við sig á þessum fyrsta opna fundi oddvita allra framboða í borginni. Oddvitar stóru flokkanna voru einnig á kunnuglegum slóðum í málflutningi sínum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri, lagði eins og áður áherslu á samstarf allra flokka. Hún sagðist ekki gefa út stór loforð en lofaði þó að gera eins vel og hægt er við núverandi aðstæður. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði flokkinn leggja áherslu á að finna leiðir út úr kreppunni. Leggja verði áherslu á þjónustu við þá sem minna mega sín. Kosningarnar munu snúast um hugmyndafræði, sagði Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna. Eins og flestir á fundinum lagði hún áherslu á að standa vörð um velferðarmálin á erfiðum tímum. Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins, sagði áherslur flokksins liggja á sviði velferðarmála og atvinnumála. Hann sagði hugmynd Hönnu Birnu um nokkurs konar „þjóðstjórn“ allra flokka eftir kosningar góðra gjalda verða, en verði það raunin sagði hann að ópólitískur borgarstjóri yrði að leiða slíka stjórn. Fulltrúar smærri framboðanna fengu kærkomið tækifæri til að gera grein fyrir sínum stefnumálum á fundinum í gær. Helga Þórðardóttir, oddviti Frjálslynda flokksins, sagði Frjálslynda flokkinn ávallt hafa barist gegn sérhagsmunagæslu. Stefnumál flokksins séu fyrst og fremst að standa vörð um velferðarmálin í borginni. Til að afla fjár verði að efla útflutningsfyrirtæki og framleiðslu. Ólafur F. Magnússon, oddviti framboðs Óháðra, hvatti fundargesti til að skoða það sem borgarfulltrúar hafi gert undanfarin ár, ekki orðagjálfur á fundum. Hann sagði stjórnarsamstarf sitt með Sjálfstæðisflokknum hafa náð að festa flugvöllinn og gömlu borgina í sessi, en vandaði hvorki öðrum borgarfulltrúum né fjölmiðlum kveðjurnar. Nýverið var tilkynnt um nýtt framboð fyrir kosningarnar í vor, Reykjavíkurframboðið. Baldvin Jónsson, oddviti framboðsins, segir það óháð framboð um hagsmuni borgarbúa. Stefnumál framboðsins eru öðru fremur að þétta byggð og draga með því úr umferð. Framboðið vill í því skyni flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, og nýta landið undir íbúðabyggð. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sagði borgina leiðinlega og óbarnvæna, aðgengi fyrir fótgangandi og fatlaða væri lélegt og strætókerfið súrrealískt. Hann tók raunar ekki fram að þessu vildi Besti flokkurinn breyta, en lesa mátti það úr orðum hans. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent