Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni 17. júní 2010 06:00 Júlli á góðum degi Júlíus Þorbergsson hefur rekið Drauminn í 22 ár.Fréttablaðið/gva „Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh Fréttir Innlent Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni. Lögreglan gerði húsleit í Draumnum og á fjórum öðrum stöðum vegna málsins í síðustu viku, meðal annars á heimili og dvalarstað Júlíusar. Þar fundust á annað hundrað töflur af lyfseðilsskyldum lyfjum, nokkuð magn af kókaíni og 14 milljónir í reiðufé. Hann vill lítið tjá sig um málið sem slíkt en segir þó af og frá að hann selji fíkniefni. „Það er lygi,“ segir hann. Lögreglan hefur nú innsiglað Drauminn og allt stefnir í að farið verði fram á að honum verði lokað til frambúðar vegna ítrekaðra lögbrota og kvartana. Júlli hefur rekið Drauminn í 22 ár og veit nú ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég get ekkert sagt um það núna,“ segir hann. Júlli segir gæsluvarðhaldsvistina hafa tekið á hann. Erfiðast af öllu hafi þó verið að komast ekki til vinnu, enda slagar hefðbundinn vinnudagur hjá honum hátt í 20 klukkustundir og því viðbrigði að þurfa að sitja auðum höndum. Einnig var farið fram á að sonur Júlíusar sætti varðhaldi vegna málsins en á það féllst dómarinn ekki. - sh
Fréttir Innlent Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira