SI lýgur með tölum 4. október 2010 06:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun