Sjálfstæðisflokkurinn er í stórsókn í Reykjavík, sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, þegar að hún ávarpaði sjálfstæðismenn á kosningavöku á Nordica Hótel.
Hanna Birna minntist þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið 22% í kosningum fyrir ári síðan. Niðurstaðan núna væri hins vegar sú að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík væri með 34% eftir fyrstu tölur. Hanna Birna sagði að þetta væru miklu betri tölur en skoðanakannanir hefðu sýnt.

