Geir hafði allar upplýsingar 29. september 2010 05:00 Skúli Helgason „Ég lagði þetta mál alfarið upp eftir eigin forsendum og til að byrja með reyndi ég að skoða hvort það væri yfir höfuð tilefni til að ákæra. Niðurstaða mín var sú að það væri mjög mismunandi eftir því hvaða ráðherra átti í hlut. Í fyrsta lagi aðgangur þeirra að upplýsingum; höfðu þeir nægilegar upplýsingar um þær hættur sem steðjuðu að samfélaginu. Í öðru lagi hvort þau höfðu pólitíska stöðu til að grípa inn í. Síðast hvort þeir hefðu völd til að grípa til aðgerða,“ segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir jafnframt að í öllum tilvikum hafi þetta átt við um Geir H. Haarde. „Hann sat sömuleiðis í ríkisstjórn frá 1998 sem fjármálaráðherra. Hann átti því að hafa miklu betri innsýn í það sem var að gerast í fjármálakerfinu en þeir sem komu inn í ríkisstjórnina síðar. Til dæmis höfðu þau ekki upplýsingar um að fjármálakerfið var strax árið 2006 svo illa statt að það gat hrunið hvað úr hverju. Þetta þekkjum við sem höfum upplýsingar um skyndifund sem haldinn var á heimili Davíðs Oddssonar í lok mars 2006. Þar kom fram að bankastjórar viðskiptabankanna töldu að bankarnir gætu hrunið á einum degi.“ Skúli segir að málflutningur þeirra sem segja að pólitík búi að baki ákvörðun um að kæra Geir einan hrynji þegar það er skoðað hvernig atkvæðagreiðslan fór. „Það er með engu móti hægt að segja að kosið hafi verið eftir flokkslínum.“ - shá Fréttir Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
„Ég lagði þetta mál alfarið upp eftir eigin forsendum og til að byrja með reyndi ég að skoða hvort það væri yfir höfuð tilefni til að ákæra. Niðurstaða mín var sú að það væri mjög mismunandi eftir því hvaða ráðherra átti í hlut. Í fyrsta lagi aðgangur þeirra að upplýsingum; höfðu þeir nægilegar upplýsingar um þær hættur sem steðjuðu að samfélaginu. Í öðru lagi hvort þau höfðu pólitíska stöðu til að grípa inn í. Síðast hvort þeir hefðu völd til að grípa til aðgerða,“ segir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem segir jafnframt að í öllum tilvikum hafi þetta átt við um Geir H. Haarde. „Hann sat sömuleiðis í ríkisstjórn frá 1998 sem fjármálaráðherra. Hann átti því að hafa miklu betri innsýn í það sem var að gerast í fjármálakerfinu en þeir sem komu inn í ríkisstjórnina síðar. Til dæmis höfðu þau ekki upplýsingar um að fjármálakerfið var strax árið 2006 svo illa statt að það gat hrunið hvað úr hverju. Þetta þekkjum við sem höfum upplýsingar um skyndifund sem haldinn var á heimili Davíðs Oddssonar í lok mars 2006. Þar kom fram að bankastjórar viðskiptabankanna töldu að bankarnir gætu hrunið á einum degi.“ Skúli segir að málflutningur þeirra sem segja að pólitík búi að baki ákvörðun um að kæra Geir einan hrynji þegar það er skoðað hvernig atkvæðagreiðslan fór. „Það er með engu móti hægt að segja að kosið hafi verið eftir flokkslínum.“ - shá
Fréttir Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira