Eitt af hverjum 10 börnum í Bretlandi telur að drottningin þeirra hafi fundið upp símann, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem var gerð til að meta þekkingu barna. Sumir eignuðu jafnvel Charles Darwin og Noel Edmonds þessa uppfinningu, eftir því sem BBC fréttastofan greinir frá.
Einn af hverjum 20 hélt að Logi geimgengill, sem er raunar ein aðalpersónan úr Stjörnustríðsmyndunum, hafi verið fyrstur til þess að stíga niður fæti á tunglinu. Þá sýndu niðurstöður að 60% níu og tíu ára gamalla barna töldu að Isak Newton hefði uppgötvað eldinn.
Könnunin bendir sem sagt til þess að mörg bresk börn virðist ekki vera með staðreyndir að baki helstu vísindaafrekum sögunnar á hreinu. Þrátt fyrir það virðast börnin leggja mikla áherslu á þekkingu. Í það minnsta bendir könnunin til þess að fleiri börn vilji vinna Nóbelsverðlaun fyrir vísindi frekar en að vinna X Factor.
Könnunin var gerð á meðal 1000 barna, segir BBC.
Telja að Logi geimgengill hafi fyrstur stigið á tunglið
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið



Aron Can heill á húfi
Innlent

Hneig niður vegna flogakasts
Innlent





Lögreglan leitar tveggja manna
Innlent
