Rannsóknir tveggja dýralækna stöðvaðar 19. júní 2010 04:00 Hestaveikin Viðamiklar rannsóknir eru í gangi til að finna veiru þá sem veldur smitandi hósta í hrossum og finna aðferðir sem gagnast gegn henni. Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, bannaði í gær tveimur dýralæknum, að halda áfram þeim rannsóknum sem þeir hafa unnið að að undanförnu til að freista þessa að finna meðhöndlun á hrossum sem veikst hafa af smitandi hósta. Jafnframt hafa dýralæknarnir unnið að því að finna leiðir til að efla ónæmiskerfi hrossanna. Þetta staðfesti Susanne Braun annar dýralæknanna við Fréttablaðið í gær. Hinn dýralæknirinn, Björn Steinbjörnsson, sem vinnur hjá Matvælastofnun, en hefur fengist við rannsóknirnar utan vinnutíma að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Susanne hefur verið sjálfstætt starfandi dýralæknir hér á landi um árabil. „Já, það er rétt að ég bannaði þetta þar til að dýralæknarnir eru búnir að sækja um leyfi fyrir fyrirhugaðri tilraunastarfsemi á hrossum til tilraunadýranefndar og fá það,“ sagði yfirdýralæknir í gær. „Þegar ég frétti að þau væru farin að ráðgera umfangsmeiri tilraunir og óska eftir hestum til þess að prófa á þeim tiltekið efni, þá var ekki um annað að ræða en að þau yrðu að fara formlegu leiðina.“ Susanne kvaðst skilja þá afstöðu yfirdýralæknis að tilraunirnar þyrftu að fara í formlegt ferli. „Ég mun sækja um leyfi til Tilraunadýranefndar með hraði og biðja um flýtimeðferð hjá nefndinni,“ sagði hún. „Það er svo mikið í húfi að okkur finnst að þetta þoli enga bið.“- jss Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, bannaði í gær tveimur dýralæknum, að halda áfram þeim rannsóknum sem þeir hafa unnið að að undanförnu til að freista þessa að finna meðhöndlun á hrossum sem veikst hafa af smitandi hósta. Jafnframt hafa dýralæknarnir unnið að því að finna leiðir til að efla ónæmiskerfi hrossanna. Þetta staðfesti Susanne Braun annar dýralæknanna við Fréttablaðið í gær. Hinn dýralæknirinn, Björn Steinbjörnsson, sem vinnur hjá Matvælastofnun, en hefur fengist við rannsóknirnar utan vinnutíma að því er fram kom í Fréttablaðinu fyrr í vikunni, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Susanne hefur verið sjálfstætt starfandi dýralæknir hér á landi um árabil. „Já, það er rétt að ég bannaði þetta þar til að dýralæknarnir eru búnir að sækja um leyfi fyrir fyrirhugaðri tilraunastarfsemi á hrossum til tilraunadýranefndar og fá það,“ sagði yfirdýralæknir í gær. „Þegar ég frétti að þau væru farin að ráðgera umfangsmeiri tilraunir og óska eftir hestum til þess að prófa á þeim tiltekið efni, þá var ekki um annað að ræða en að þau yrðu að fara formlegu leiðina.“ Susanne kvaðst skilja þá afstöðu yfirdýralæknis að tilraunirnar þyrftu að fara í formlegt ferli. „Ég mun sækja um leyfi til Tilraunadýranefndar með hraði og biðja um flýtimeðferð hjá nefndinni,“ sagði hún. „Það er svo mikið í húfi að okkur finnst að þetta þoli enga bið.“- jss
Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira