Guðjón Skúlason: Við létum bara valta yfir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 21:37 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með frammistöðu sinna manna í Stykkishólmi í kvöld en liðið tapaði þá með 22 stigum á móti Snæfelli og úrslitaeinvígið stendur þar með jafnt 1-1. „Ég er mjög ósáttur því mínir menn komu í þennan leik eins og þeir ætluðu að vinna þennan leik með 40 stigum. Þeir gerðu ekki neitt og þetta var hundlélegt. Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa því þeir gerðu ekkert af því sem við lögðum upp með fyrir leikinn," sagði Guðjón Skúlason í viðtali við Hörð Magnússon í útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Hörður spurði Guðjón út í tæknivilluna sem hann fékk á milli 3. og 4. leikhluta. „Dómararnir verða bara að eiga það við sig. Þeir ráða ekki við svona leik og tæknivíti fyrir svona er bara smotterí. Þessir dómarar skiptu engu máli í þessum leik því það vorum við sem klúðruðum þessu. Við vorum lélegir og komum hingað og létum bara valta yfir okkur. Við áttum eiginlega aldrei möguleika í þessum leik," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvort að við fáum meiri spennu á laugardaginn. Ég vona ekki því ég ætla að leiðrétta þetta á hinn veginn. Þetta er rosalega lélegt og við skorum ekki neitt í þessum leik og við gátum ekki keypt okkur körfu.Það er af því að menn voru að gera eitthvað allt annað en þeir áttu að gera," sagði Guðjón og bætti við: „Við erum að fá á okkur ég veit ekki hvað mikið af stigum og Siggi hefur örugglega skorað 60 stig í þessum leik eða hvað það var. Þetta er bara óafsakanlegt og lélegt. Við höfum ekki marga daga til þess að væla yfir þessu. Ég verð bara að fara yfir þetta í kvöld, hef eina æfingu á morgun og svo kemur bara laugardagurinn. Við verðum bara að laga þetta hjá okkur," sagði Guðjón. Hörður spurði Guðjón einnig út í Draelon Burns sem lék aðeins í rúmar 22 mínútur í kvöld og skoraði bara 8 stig í leiknum. „Burns er smá haltur en hann var bara lélegur. Þegar menn eru lélegir þá eiga þeir ekki að spila. Það voru fleiri í liðinu lélegir. Þeir vita upp á sig skömmina sem voru ekki að mæta í leikinn í dag og það þýðir ekki í svona leikjum. Það er bara liðið sem vinnur en ekki einhver einn einstaklingur sem klárar þetta. Við skoðum það og lögum það," sagði Guðjón að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með frammistöðu sinna manna í Stykkishólmi í kvöld en liðið tapaði þá með 22 stigum á móti Snæfelli og úrslitaeinvígið stendur þar með jafnt 1-1. „Ég er mjög ósáttur því mínir menn komu í þennan leik eins og þeir ætluðu að vinna þennan leik með 40 stigum. Þeir gerðu ekki neitt og þetta var hundlélegt. Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa því þeir gerðu ekkert af því sem við lögðum upp með fyrir leikinn," sagði Guðjón Skúlason í viðtali við Hörð Magnússon í útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Hörður spurði Guðjón út í tæknivilluna sem hann fékk á milli 3. og 4. leikhluta. „Dómararnir verða bara að eiga það við sig. Þeir ráða ekki við svona leik og tæknivíti fyrir svona er bara smotterí. Þessir dómarar skiptu engu máli í þessum leik því það vorum við sem klúðruðum þessu. Við vorum lélegir og komum hingað og létum bara valta yfir okkur. Við áttum eiginlega aldrei möguleika í þessum leik," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvort að við fáum meiri spennu á laugardaginn. Ég vona ekki því ég ætla að leiðrétta þetta á hinn veginn. Þetta er rosalega lélegt og við skorum ekki neitt í þessum leik og við gátum ekki keypt okkur körfu.Það er af því að menn voru að gera eitthvað allt annað en þeir áttu að gera," sagði Guðjón og bætti við: „Við erum að fá á okkur ég veit ekki hvað mikið af stigum og Siggi hefur örugglega skorað 60 stig í þessum leik eða hvað það var. Þetta er bara óafsakanlegt og lélegt. Við höfum ekki marga daga til þess að væla yfir þessu. Ég verð bara að fara yfir þetta í kvöld, hef eina æfingu á morgun og svo kemur bara laugardagurinn. Við verðum bara að laga þetta hjá okkur," sagði Guðjón. Hörður spurði Guðjón einnig út í Draelon Burns sem lék aðeins í rúmar 22 mínútur í kvöld og skoraði bara 8 stig í leiknum. „Burns er smá haltur en hann var bara lélegur. Þegar menn eru lélegir þá eiga þeir ekki að spila. Það voru fleiri í liðinu lélegir. Þeir vita upp á sig skömmina sem voru ekki að mæta í leikinn í dag og það þýðir ekki í svona leikjum. Það er bara liðið sem vinnur en ekki einhver einn einstaklingur sem klárar þetta. Við skoðum það og lögum það," sagði Guðjón að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira