„Stjarnan var betri en ég bjóst við," sagði Tómas Holton, þjálfari Fjölnis, eftir að Grafarvogsliðið tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabænum í kvöld.
Eftir jafnan fyrri hálfleik réðu heimamenn ferðinni algjörlega í þeim síðari.
„Ég tek þetta að mörgu leyti á mig. Leikskipulagið kom aðeins í hausinn á okkur. Við ætluðum að keyra þetta upp og pressa á þá en í ljós kom að við höfðum ekki lappir í það í heilan leik. Stjarnan leysti lika vandræðin betur en ég bjóst við."
Fjölnisliðið er án stiga eftir tvo fyrstu leiki sína. „Það er slæmt að tapa fyrstu tveimur leikjunum en á móti vorum við að mæta tveimur mjög góðum liðum. Við eigum Hamar á heimavelli næst og verðum bara að vinna hann," sagði Tómas.