Keflvíkingar spilltu sigurhátíð Hólmara með sigri í fjórða leiki liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þetta þýðir að liðin spila hreinan úrslitaleik um titilinn í Toyota-höllinni í Keflavík á fimmtudaginn.
Keflvíkingar mættu grimmir til leiks og létu ekki slæma byrjun slá sig út af laginu.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Fjárhúsinu í Stykkishólmi í gær og myndaði stemminguna sem var engu lík enda húsið troðfullt.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
