Fótbolti

Mörkin hans Robben hafa verið Bayern mikilvæg í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben.
Arjen Robben. Mynd/Getty Images
Arjen Robben hefur skorað gríðarlega mikilvæg mörk fyrir Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili og félagar hans í liðinu viðurkenna alveg að þeir treysti á að Hollendingurinn tryggi þeim líka sæti í úrslitaleiknum. Lyon og Bayern mætast í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld.

Arjen Robben skoraði útivallarmörkin sem tryggðu þýska liðinu sigur á bæði Fiorentina (16 liða úrslit) og Manchester United (8 liða úrslit) og það er hans mark (með mikilli hjálp frá Thomas Müller) sem skilur á milli Bayern og Lyon fyrir seinni undanúrslitaleik liðanna í kvöld.

„Hann er með frábæran vinstri fót og hægri fóturinn hjálpar honum að ganga," sagði Bastian Schweinsteiger, félagi hans hjá Bayern München í léttum tón á blaðamannafundi fyrir leikinn.

„Við treystum ekki bara á Ribery eða Robben en Robben getur skorað fleiri mörk fyrir okkur," sagði Schweinsteiger.

Arjen Robben hefur alls skorað 20 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik á tímabilinu með Bayern München en hann var "aðeins" með 13 mörk í 63 leikjum á tveimur tímabilum með Real Madrid.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×