Grunge-gaur á HönnunarMars 6. mars 2010 04:00 Nýstárleg hönnun hans var vinsæl og áberandi á 10. áratugnum. Hönnunarhátíðin HönnunarMars fer fram í annað sinn dagana 18.-21. mars. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum. Aðalgestur hátíðarinnar verður Bandaríkjamaðurinn og grafíski hönnuðurinn David Carson. David Carson er best þekktur fyrir mikla nýbreytni og hugmyndaauðgi í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á leturgerðum og prentfrágangi. Hann er einn áhrifamesti grafíski hönnuður tíunda áratugarins. Sérstaklega birtast áhrifin frá Carson í þeirri stefnu sem er nefnd grunge-tímabilið og hefur yfir sér einstakan listrænan blæ sem margir listamenn hafa sótt sér innblástur í. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika er Carson ekki menntaður í listgreinum. Hann er félagsfræðingur frá ríkisháskólanum í San Francisco. Stíll Carsons er nýstárlegur, frjálslegur og án reglna og takmarkana. Frægastur er Carson fyrir útlit tímaritsins Ray Gun, en þar starfaði hann sem listrænn hönnuður. Þar kynnti hann til sögunnar glænýja og framsækna sýn á blaðsíðuhönnun. Hann hefur einnig starfað fyrir risafyrirtæki á borð við Nike, Pepsi, MTV, Sony og Armani. David Carson hefur sjálfur ritað fjölda bóka um hönnun. Bókina The End of Print ber hæst en hún var þýdd á fimm tungumál og seld um allan heim. Carson mun halda fyrirlestur á HönnunarMars en auk hans koma margir erlendir gestir og blaðamenn á hátíðina. Meðan á hátíðinni stendur verður höfuðborgin undirlögð af hönnun af hinum fjölbreytilegasta toga. Meira en 150 hönnunarviðburðir eru fyrirhugaðir úti um alla borg. drgunni@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Hönnunarhátíðin HönnunarMars fer fram í annað sinn dagana 18.-21. mars. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum. Aðalgestur hátíðarinnar verður Bandaríkjamaðurinn og grafíski hönnuðurinn David Carson. David Carson er best þekktur fyrir mikla nýbreytni og hugmyndaauðgi í hönnun tímarita sem og óvenjulegar útfærslur á leturgerðum og prentfrágangi. Hann er einn áhrifamesti grafíski hönnuður tíunda áratugarins. Sérstaklega birtast áhrifin frá Carson í þeirri stefnu sem er nefnd grunge-tímabilið og hefur yfir sér einstakan listrænan blæ sem margir listamenn hafa sótt sér innblástur í. Þrátt fyrir óumdeilda hæfileika er Carson ekki menntaður í listgreinum. Hann er félagsfræðingur frá ríkisháskólanum í San Francisco. Stíll Carsons er nýstárlegur, frjálslegur og án reglna og takmarkana. Frægastur er Carson fyrir útlit tímaritsins Ray Gun, en þar starfaði hann sem listrænn hönnuður. Þar kynnti hann til sögunnar glænýja og framsækna sýn á blaðsíðuhönnun. Hann hefur einnig starfað fyrir risafyrirtæki á borð við Nike, Pepsi, MTV, Sony og Armani. David Carson hefur sjálfur ritað fjölda bóka um hönnun. Bókina The End of Print ber hæst en hún var þýdd á fimm tungumál og seld um allan heim. Carson mun halda fyrirlestur á HönnunarMars en auk hans koma margir erlendir gestir og blaðamenn á hátíðina. Meðan á hátíðinni stendur verður höfuðborgin undirlögð af hönnun af hinum fjölbreytilegasta toga. Meira en 150 hönnunarviðburðir eru fyrirhugaðir úti um alla borg. drgunni@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira