„Juventus er frábært félag sem ég hef svo sannarlega áhuga á að spila fyrir," segir Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, í viðtali við ítalskt dagblað í morgun.
Talið er að Adebayor muni eiga erfitt með að eigna sér byrjunarliðssæti hjá Manchester City á komandi tímabili, sérstaklega ef liðinu tekst að klófesta Mario Balotelli.
Viðræður við Balotelli ganga víst heldur brösuglega en launakröfur kappans eru víst aðeins yfir meðallagi.
„Ég elska ensku úrvalsdeildina og það yrði ansi erfitt að yfirgefa hana. En það eru til fleiri stórar deildir í Evrópu," segir Adebayor sem hefur verið orðaður við AC Milan og Juventus á Ítalíu.