Jose Mourinho, þjálfari Inter, fagnar 47 ára afmæli sínu í dag en hann fékk góða afmælisgjöf um helgina þegar Inter vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í AC Milan í uppgjöri tveggja efstu liða ítölsku deildarinnar.
„Ég tel að liðið sé nú miklu betra en það var í fyrra," sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter sem var tíðrætt um að liðið hafi leikið án þeirra Samuel Eto'o, Dejan Stankovic og Cristian Chivu sem sýndi styrk og breidd liðsins enn frekar.
„Þetta er núna liðið mitt og mótað eftir minni ímynd. Á hverju ári reynir þú að bæta liðið eftir þinni heimsspeki. Ég er núna með sóknarmenn eins og ég vill hafa, leikmenn sem geta haldið boltanum og spilað fótbolta en ekki bara skorað mörk," sagði Mourinho.
Inter mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Jose Mourinho er að sjálfsögðu byrjaður að hugsa um þann leik.
„Ég þekki þá en þeir þekkja mig líka. Ég þekki leikmennina sem einstaklinga en þeir vita líka hvernig ég byggi upp mitt lið og tek að mér leiðtogahlutverkið. Ég tel að enginn okkar hafi forskot hvað þetta varðar," sagði Mourinho.
Jose Mourinho á 47 ára afmæli í dag: Hefur mótað Inter í sinni ímynd
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti
