Fótbolti

Arjen Robben gagnrýnir Mourinho fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arjen Robben með konu sinni Bernadien og þýska bikarnum.
Arjen Robben með konu sinni Bernadien og þýska bikarnum. Mynd/AFP
Arjen Robben leikmaður Bayern Munchen hefur gagnrýnt José Mourinho þjálfara Internazionale fyrir að spila bara upp á úrslitin í leikjum sínum og segir jafnframt að hjá Bayern hugsi menn um að að vinna leiki með því að spila flotta fótbolta. Robben lék fyrir Mourinho hjá Chelsea.

„Hann setur saman lið sem getur unnið leikinn. Það skiptir engu máli hvort að liðið hans spilar fallegan fótbolta eða ekki. Grundvallarviðhorfið hjá Louis van Gaal hjá Bayern er vinna leiki með því að spila flottan fótbolta," sagði Arjen Robben.

„Þú sem leikmaður vilt fá að njóta þess að spila fótbolta og að njóta leiksins. Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn," sagði Robben.

„Ég vann með honum í þrjú ár hjá Chelsea og það gekk mjög vel. Hann er stór persónuleiki eins og þjálfari hjá stóru liði þarf að vera," sagði Robben.

„Hann kann að vinna með stórstjörnum og fá þá til að vinna saman. Hann veit alveg hvað hann er að gera og hefur virðingu allra leikmanna," sagði Robben sem segist hafa farið frá Chelsea af því að Mourinho breytti um leikaðferð.

„Hann fór að nota meira demantamiðju og var ekki með vængmenn. Það hentaði mér ekki vel og ég tók þá ákvörðun að fara," sagði Robben.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×