Fótbolti

Seedorf: Þetta verður eins og úrslitaleikur í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clarence Seedorf fagnar marki sínu í fyrri leiknum sem gæti verið AC Milan mjög dýrmætt í kvöld.
Clarence Seedorf fagnar marki sínu í fyrri leiknum sem gæti verið AC Milan mjög dýrmætt í kvöld. Mynd/AFP
Hollendingurinn Clarence Seedorf í liði AC Milan lítur á seinni leik Manchester United og AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eins og þar sé um úrslitaleik að ræða.

„Ef við ætlum að slá út Manchester United á Old Trafford þá verðum við að spila okkar besta leik á tímabilinu," segir Clarence Seedorf og bætir við:

„Það yrði stærsta stundin á ferlinum mínum ef að okkur tekst að slá út Manchester United," segir Clarence Seedorf sem hefur unnið Meistaradeildina með þremur mismunandi liðum . Hann hefur þú upplifað mörg eftirminnileg kvöld í þessari keppni.

„Milan þarf að stimpla sig inn á ný meðal bestu liða Evrópu og við lítum á þennan leik sem mikilvægan þátt í því. Það eru 90 langar mínútur eftir fyrri bæði félög," segir Hollendingurinn.

„Þessi leikur verður örugglega mjög opinn og spennandi og það er hið besta mál. Þetta er fyrir okkur eins og úrslitaleikur í Meistaradeildinni sem er spilaður á sögufrægum velli. Sigurleikir á þessum velli eru eftirsóttir og sjaldgæfir og ég vonast til að ég fái að fagna einum sigri þar til viðbótar," sagði Clarence Seedorf að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×