Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn 20. maí 2010 06:00 Mikið magn Tugir tonna af kókaíni sem fundust í melassadunkum í Ekvador urðu til þess að Sigurður var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki er ljóst hvar rannsókn þess máls stendur ytra, en ýmsir menn sem voru handteknir í Evrópu vegna þess hafa verið fríaðir sök.Fréttablaðið / ap Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Sigurður fékk sent bréf um niðurfellinguna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Þar segir að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar og sé því fellt niður. Málið sem enn var til meðferðar hjá ríkissaksóknara varðaði meint peningaþvætti Sigurðar í gegnum félagið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Ríkissaksóknari hafði þegar í ágúst í fyrra fellt niður þann anga máls Sigurðar sem sneri að fíkninefnasmygli. Sigurður sat í gæsluvarðhaldi í tuttugu daga vegna málsins, sem snerist um meint smygl á tugum tonna af kókaíni frá Ekvador. Kókaínið fannst um borð í skipi blandað í melassa, eins konar dökkt sýróp, í tugum dunka. Sigurður sat í varðhaldi vegna málsins hérlendis ásamt Ársæli Snorrasyni og Gunnari Viðari Árnasyni. Tenging þeirra við málið var sú að þeir höfðu átt samskipti við áðurnefndan Hollending og Ísraela, sem voru grunaðir í málinu risavaxna. Þeir hafa hins vegar ekki verið ákærðir fyrir þátt sinn í því máli, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þriðji þáttur málsins sneri að smygli á 6,2 kílóum af amfetamíni til landsins. Gunnar Viðar Árnason hlaut nýlega fimm ára fangelsisdóm fyrir innflutninginn. Sigurður og Ársæll voru í fyrstu grunaðir um að tengjast því máli en voru ekki ákærðir. Sigurður, sem árið 2001 hlaut þriggja ára fangelsisdóm fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi til landsins, segist í samtali við Fréttablaðið ætla að leita réttar síns gagnvart yfirvöldum, enda sé komið í ljós að rannsóknin hafi verið byggð á sandi. Hann hafi að ósekju sætt einangrunarvist í þrjár vikur og legið undir grun um refsivert athæfi í tæpt ár. „Ég vil bara að réttlætið nái fram að ganga og ætla að fara eins langt og ég get með þetta mál,“ segir Sigurður. Ársæll Snorrason, sem einnig sat í varðhaldi vegna málsins en var aldrei ákærður, mun einnig íhuga málsókn gegn ríkinu. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar höfuðborgarlögreglunnar, sem hafði málið upphaflega til rannsóknar, vill ekkert tjá sig um málið á þessu stigi. Telji Sigurður á sér brotið sé eðlilegast að hann leiti réttar síns fyrir dómstólum. stigur@frettabladid.is
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira