Fjöldi framboða kom öllum í opna skjöldu - fréttaskýring 19. október 2010 05:00 Ástráður Haraldsson. Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári.
Fréttir Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira