Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku 27. maí 2010 17:34 Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Steinunn sendi frá sér segir að nú sé komið að leiðarlokum. Hún mun afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf sitt þegar þing kemur saman næstkomandi mánudag. „Ástæður þess mega öllum vera ljósar," segir Steinunn en hún hefur legið undir ámæli fyrir að þiggja háa styrki frá fyrirtækjum til þess að fjármagna prófkjörsbaráttur sínar árið 2006. Nú biður hún kjósendur sína afsökunar á því að hafa hagað kosningabaráttu sinni með þessum hætti og segist hún sjá eftir því að hafa gert það. „Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags," segir Steinunn Valdís í lok tilkynningarinnar sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Steinunnar Valdísar:Kæru umbjóðendur, nú er komið að leiðarlokum. Ég hef ákveðið að segja af mér sem þingmaður Reykvíkinga og þegar þing kemur saman á ný á mánudag mun ég afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf mitt. Ástæður þess mega öllum vera ljósar. Ég tel einfaldlega að umræða um fjármögnun kosningabaráttu minnar í tveimur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vangaveltur um eðli hennar yfirgnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyldur mínar sem bæri. Litlu breytir hvort ásakanir um mútur eða spillingu eiga við rök að styðjast. Sjálf veit ég hvað satt er í þeim efnum og áhugasömum er í lófa lagið að fletta upp í fundargerðum afstöðu minni til erindisrekstrar meintra fjármagnseigenda á þessum tíma, þar sem ég á annað borð hafði einhverja aðkomu sem fulltrúi almennings. Það er skýrastur vitnisburður um hverra hagsmuna ég hef gætt. Í hjarta mínu get ég því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tíma. Hversu mjög sem tíðarandinn mótar ákvarðanir hvert sinn hefði ég hins vegar mátt vita á sínum tíma að trausti umbjóðenda minna á mínum störfum væri mögulega teflt í tvísýnu með því að sækja fjármagn til fyrirtækja. Gildir þá einu hversu góður hugur lá þar að baki eða hversu vel ég sjálf treysti dómgreind minni og heiðarleika í framhaldinu eða hverslags ljósi er brugðið á veruleikann sem var. Undan því kemst ég ekki og undan því skal ég ekki víkja mér. Ég bið kjósendur afsökunar á að hafa hagað kosningabaráttu minni með þessum hætti og sé eftir að hafa gert það. Málstaður okkar og baráttumál eru heil og sönn og fyrir þetta hafa þau liðið. Ég vil einnig biðjast velvirðingar á að hafa ekki gert þessa ákvörðun mína opinbera fyrr. Verð ég að játa að persónulegt stolt réði þar miklu, ég kærði mig ekki um að tilkynna þetta undir hrópum um óheiðarleika, siðspillingu og mútuþægni. Vildi fá að velja réttan tíma. Réttur tími kemur hins vegar aldrei og hversu mjög sem ég kynni að óska þess eru litlar líkur á að njóta ýtrasta sannmælis. Enda er það aukaatriði. Aðalatriðið er að gera þær umbætur í samfélaginu sem líklegar eru til að lækna sárin sem hrunið hefur valdið okkur. Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags. Með sumarkveðju, Steinunn Valdís Óskarsdóttir Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Steinunn sendi frá sér segir að nú sé komið að leiðarlokum. Hún mun afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf sitt þegar þing kemur saman næstkomandi mánudag. „Ástæður þess mega öllum vera ljósar," segir Steinunn en hún hefur legið undir ámæli fyrir að þiggja háa styrki frá fyrirtækjum til þess að fjármagna prófkjörsbaráttur sínar árið 2006. Nú biður hún kjósendur sína afsökunar á því að hafa hagað kosningabaráttu sinni með þessum hætti og segist hún sjá eftir því að hafa gert það. „Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags," segir Steinunn Valdís í lok tilkynningarinnar sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Steinunnar Valdísar:Kæru umbjóðendur, nú er komið að leiðarlokum. Ég hef ákveðið að segja af mér sem þingmaður Reykvíkinga og þegar þing kemur saman á ný á mánudag mun ég afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf mitt. Ástæður þess mega öllum vera ljósar. Ég tel einfaldlega að umræða um fjármögnun kosningabaráttu minnar í tveimur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vangaveltur um eðli hennar yfirgnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyldur mínar sem bæri. Litlu breytir hvort ásakanir um mútur eða spillingu eiga við rök að styðjast. Sjálf veit ég hvað satt er í þeim efnum og áhugasömum er í lófa lagið að fletta upp í fundargerðum afstöðu minni til erindisrekstrar meintra fjármagnseigenda á þessum tíma, þar sem ég á annað borð hafði einhverja aðkomu sem fulltrúi almennings. Það er skýrastur vitnisburður um hverra hagsmuna ég hef gætt. Í hjarta mínu get ég því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tíma. Hversu mjög sem tíðarandinn mótar ákvarðanir hvert sinn hefði ég hins vegar mátt vita á sínum tíma að trausti umbjóðenda minna á mínum störfum væri mögulega teflt í tvísýnu með því að sækja fjármagn til fyrirtækja. Gildir þá einu hversu góður hugur lá þar að baki eða hversu vel ég sjálf treysti dómgreind minni og heiðarleika í framhaldinu eða hverslags ljósi er brugðið á veruleikann sem var. Undan því kemst ég ekki og undan því skal ég ekki víkja mér. Ég bið kjósendur afsökunar á að hafa hagað kosningabaráttu minni með þessum hætti og sé eftir að hafa gert það. Málstaður okkar og baráttumál eru heil og sönn og fyrir þetta hafa þau liðið. Ég vil einnig biðjast velvirðingar á að hafa ekki gert þessa ákvörðun mína opinbera fyrr. Verð ég að játa að persónulegt stolt réði þar miklu, ég kærði mig ekki um að tilkynna þetta undir hrópum um óheiðarleika, siðspillingu og mútuþægni. Vildi fá að velja réttan tíma. Réttur tími kemur hins vegar aldrei og hversu mjög sem ég kynni að óska þess eru litlar líkur á að njóta ýtrasta sannmælis. Enda er það aukaatriði. Aðalatriðið er að gera þær umbætur í samfélaginu sem líklegar eru til að lækna sárin sem hrunið hefur valdið okkur. Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags. Með sumarkveðju, Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira