Besti flokkurinn er með sex borgarfulltrúa kjörna, þegar búið er að telja öll atkvæði í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm borgarfulltrúa kjörna. Samfylkingin er með þrjá borgarfulltrúa og VG einn. Aðrir flokkar ná ekki inn kjörnum fulltrúum.
660 atkvæði skilja Besta flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn að, en Besti flokkurinn er með 34,7% atkvæða og Sjálfstæðisflokkurinn með 33,6%.
Talningu lauk laust fyrir klukkan fjögur í nótt.
Besti flokkurinn sigurvegari - talningu lokið í Reykjavík
Jón Hákon Halldórsson skrifar
