Stefnir í einhver mestu flóð í sögu Skaftárhlaupa 28. júní 2010 19:06 Hlaup í Skaftá. Myndin var tekin í dag. Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan. Hlaup í Skaftá Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Það sem er óvenjulegt er að nú leggjast tvö hlaup saman ofan á sumarhlýindi en búist er við að rennslið nái hámarki í byggð í nótt. Einna hrikalegast er að fylgjast með hamaganginum við bæinn Skaftárdal en þangað hefur ekki verið hægt að komast um þjóðveginn í heila viku. Og svona leit kolmórauð, úfin og ólgandi elfan þar upp úr hádegi. Það þótti ærið þegar rennslið í fyrra hlaupinu, sem hófst fyrir átta dögum, náði 600 rúmmetrum á sekúndu en talið er að rennslið fari nú upp í 1.500-1.600 rúmmetra á sekúndu, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá vatnamælingum Veðurstofu. Til að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að þetta er á við 15-falt rennsli Gullfoss og 300-falt rennsli Elliðaánna. Skaftá klofnar nokkru neðan Skaftárdals og fer um helmingur hlaupsins niður Eldvatn og þaðan út í Kúðafljót. Bóndinn á Ytri Ásum fylgdist áhyggjufullur með fljótinu í örum vexti í dag. Talið er að allt að 40 prósent af hlaupvatninu renni út á Skaftáreldahraun en það flóðvatn hafði í dag grafið sundur veginn að bænum Skál. Þessi hluti hlaupsins gæti á miðvikudag eða fimmtudag náð upp á hringveginn í Eldhrauni ofan Hunkubakka. Í Skaftártungu mátti sjá girðingu á floti og þar sjá menn einnig fram á landsspjöll. Og dæmi eru um að varnagarðar hafi látið undan.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira