Danska Tipsbladet tók sig til í tilefni af risaleiknum í spænska fótboltanum í kvöld og bar saman snillingana Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem eru í huga margra tvær bestu fótboltamenn heims í dag.
Tipsbladet gaf þeim einkunn fyrir hina ýmsu þætti sem skipta máli fyrir fótboltamenn. Dönsku blaðamennirnir komust síðan að því að Cristiano Ronaldo sé betri leikmaður en Lionel Messi en það munar reyndar bara einu stigi.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast á eftir í El Clasico á Nývángi í Barcelona og það verður spennandi að sjá hvor þeirra hefur betri. Messi og félagar í Barcelona unnu báða leiki liðanna síðasta vetur og því eiga Ronaldo og Real-menn harma að hefna.

Afgreiðslur: 10
Einleikur: 10
Stutta spilið: 10
Fyrirgjafir: 9
Skallageta: 7
Fyrsta snerting: 10
Aukaspyrnur: 8
Snerpa: 10
Hraði: 9
Jafnvægi: 10
Staðsetningar: 10
Styrkur: 8
Liðssamvinna: 9
Stöðugleiki: 9
Varnarvinna: 6
samtals: 135 stig

Cristiano Ronaldo
Afgreiðslur: 10
Einleikur: 10
Stutta spilið: 9
Fyrirgjafir: 9
Skallageta: 9
Fyrsta snerting: 10
Aukaspyrnur: 10
Snerpa: 9
Hraði: 10
Jafnvægi: 10
Staðsetningar: 9
Styrkur: 9
Liðssamvinna: 7
Stöðugleiki: 8
Varnarvinna: 7
samtals: 136 stig