Jean-Louis Triaud, forseti franska liðsins Bordeaux, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með dráttinn í Meistaradeildinni í dag. Það verður boðið upp á franskan slag milli Lyon og Bordeaux.
„Við töluðum mikið um það fyrir dráttinn að þetta væri möguleiki. Þetta eru ákveðin vonbrigði. En við þurfum bara að taka þessu. Þetta verður skemmtilegt kvöld fyrir Frakka," segir Triaud. „Við fáum allavega franskt lið í undanúrslitum og vonandi einnig í úrslitum."