Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 10:00 Magnús Þór Gunnarsson. Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús. Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira
Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0. „Þessir strákar í Keflavík eru að toppa á hárréttum tíma. Ef þeir halda svona áfram þá reikna ég bara með því að Keflavík vinni þetta 3-0. Ég veit að Hlynur Bæringsson, vinur minn, verður ekki ánægður með það en ég held að þetta sé pínu sálfræðilegt hjá Snæfellingum eftir öll síðustu ár," segir Magnús en Snæfell hefur nú tapað 10 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum. Magnús bendir líka á það að Keflavík sér búið að spila jafnmarga leiki og Keflavík í úrslitakeppninni þó að Snæfell hafi farið í fimm leiki á móti KR. „Þegar Keflavíkurliðið er komið í þennan gír þá fá þeir að komast upp með heilan helling. Þeir eru klókir í því og fara bara eins langt og dómarinn leyfir. Sem er fulllangt stundum og maður hefur lent í því sjálfur núna. Maður tók ekki eftir því þegar maður var sjálfur í Keflavík en núna hefur maður lent í því nokkrum sinnum að dómarinn leyfir fullmikið þegar þeir eru komnir í gírinn," segir Magnús en talar jafnframt um það að Snæfellingarnir geti þó ekkert farið að væla núna. Magnús segir þá Draelon Burns, Hörð Axel Vilhjálmsson og Uruele Igbavboa vera að spila frábærlega þessa dagana. „Þeir eru bara í ruglinu hvað þeir þrír eru búnir að spila vel eftir áramót," segir Magnús en saman eru þeir Burns og Hörður Axel með 38,2 stig og 9,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni. Igbavboa er síðan með 13,9 stig og 6,8 fráköst í leik og yfir 70 prósent skotnýtingu inn í teig. Magnús hrósar einnig Gunnari Einarssyni og Jón Norðdal Hafsteinssyni sem hafa farið fyrir sínu liði í varnarleik og baráttu. „Gunni Einars og Nonni eru límið sem vantar í öll lið. Hlynur Bærings er límið í Snæfellsliðinu og Frikki Stefáns er límið hjá okkur. Jonni og Gunni eru sameinaðir í þessu í Keflavík og það er gott að hafa tvo svoleiðis," segir Magnús. Keflavíkurliðið hefur verið undir radarnum í vetur og það finnst Magnúsi vera undarlegt. „Það er fáránlegt að menn séu ekki meira búnir að tala um Keflavík í vetur því að þeir eru með frábært lið. Það er búið að tala svo mikið um KR og um okkur í Njarðvík af því að við fengum Nick Bradford," segir Magnús. „Það eru allir í Keflavík að toppa á sama tíma. Þeir eru með hörkuhóp og eru búnir að vera með hann í allan vetur. Þeir enduðu ekki í öðru sæti fyrir ekki neitt. Eins og síðasti leikur fór þá lítur þetta mjög vel út fyrir Keflavík og ef Keflavík heldur svona áfram þá er Snæfell ekkert að fara að stoppa þá," segir Magnús sem segir leikinn vera í kvöld ráða miklu. „Mikilvægasti leikurinn hjá þeim er á morgun. Þeir verða að mæta tilbúnir í þann leik og ef það gerist þá lítur þetta vel út. Ég held að það sé komið í hausinn á nokkrum í Snæfellsliðnu sem hafa spilað og tapað áður á móti Keflavík. Það er alveg sama hvað þeir hafa verið með gott lið því þeir hafa alltaf tapað," segir Magnús og hann er ekki á því að tilkoma Jeb Ivey í lið Snæfells breyti miklu. „Það breytir engu að Jeb sé kominn. Hann er góður leikmaður og allt það en hann þarf tíma til að aðlagast liðinu," sagði Magnús.
Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Sjá meira