Ný vinnubrögð Jón Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það hitti mig illa að heyra um skipverjann á Sturlaugi H. Böðvarssyni sem veiktist alvarlega þegar skipið var statt um 70 sjómílur vestur af Reykjanesi. Í fréttum kom fram að ekki hefði verið tiltæk þyrluáhöfn til að manna fylgdarþyrlu fyrir þá sem senda hefði mátt eftir skipverjanum. Vinnureglur Landhelgisgæslunnar segja fyrir um að ekki sé farið lengra út til hafs á einni þyrlu en 20 sjómílur til að tryggja öryggi þyrluáhafna. Þessi regla er sett til þess að hægt sé að bregðast við til bjargar áhafnarmeðlimum komi eitthvað upp á. Við þær aðstæður sem uppi voru í þessu máli eða sambærilegum hefði verið hægt að fara nokkrar leiðir til að koma skipverjanum til hjálpar. Þannig hefði mátt senda út björgunarskip með lækni sem hefði verið komið að togaranum innan 3 klukkustunda, senda út björgunarskip til að fylgja þyrlunni eftir auk þess að setja skip og báta á siglingaleiðinni í viðbragðsstöðu til að koma þyrluáhöfninni til bjargar ef á hefði þurft að halda. Sjóveður og sjólag var eins og best verður á kosið. Þegar kreppir að verðum við að gera það besta sem hægt er við breyttar aðstæður. Þegar menn veikjast, hvort sem er á landi eða sjó, eigum við að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Ég get ekki metið nauðsyn læknishjálpar í þessu tiltekna tilfelli, en fram hefur komið í fréttum að brugðið hefði getað til beggja vona. Ég vil koma því skilmerkilega á framfæri að okkur eru ekki allar bjargir bannaðar þótt að kreppi um stundarsakir og okkur ber skylda til að hugsa upp ný vinnubrögð við breyttar aðstæður. Ef manneskja hefði veikst alvarlega uppi á jökli og þyrla ekki getað sótt hana t.d. vegna slæms skyggnis, þá hefðu björgunarsveitir með lækna verið sendar á staðinn. Sjómenn eiga kröfu á því að fá sömu viðbrögð og aðrir þegar á bjátar og þeim aðferðum sem að framan var lýst hefði hæglega mátt beita í þessu tilfelli ef læknir hefði metið ástandið jafnalvarlegt og áhöfn skipsins. Höfundur er alþingismaður og og formaður stjórnar björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð.