Kennurum fjölgaði um 43 prósent en nemum um 2,6 29. desember 2010 06:00 Myndin er úr safni. Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs / Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Á árunum 1998 til 2008 fjölgaði stöðugildum kennara við grunnskóla um 43 prósent og annarra starfsmanna um 63 prósent. Á sama tíma fjölgaði nemendum grunnskólanna um 2,6 prósent. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um greiningu á kostnaði við rekstur grunnskóla. Í greinargerðinni er einnig horft til styttra tímabils. Á árunum 2003 til 2008 fjölgaði stöðugildum grunnskólakennara um þrettán prósent og annars starfsfólks um 6,4 prósent en nemendum fækkaði um þrjú prósent. Á sama tíma fjölgaði kennurum í framhaldsskólum um sextán prósent og framhaldsskólanemendum um sautján prósent. Fram kemur einnig að stöðugildum kennara hafi fækkað mikið á síðasta ári en þá hagræddu sveitarfélögin í rekstri vegna minnkandi tekna. Sveitarfélögin leita enn leiða til að draga úr kostnaði við rekstur grunnskólanna en hann er á bilinu 40 til 50 prósent af útgjöldum þeirra. Hafa þau lagt til að dregið verði úr kennslu og reiknast til að við það sparist um tveir milljarðar króna. Slíkar tillögur eru eitur í beinum kennaraforystunnar. Vísar hún til ábendinga útlendinga sem hvetja til aukinna útgjalda til menntunar á krepputímum. Í greinargerð vinnuhópsins eru dregnar saman ýmsar tölulegar staðreyndir, meðal annars úr nýlegri skýrslu OECD. Sýna þær að kostnaður við grunnskóla er hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Telur hópurinn að skýringuna á því sé að finna í þeim staðreyndum að kennsluskylda íslenskra kennara sé lægri en gerist og gengur og að meðalaldur kennara sé hár. Kennarar á hinn bóginn telja háan kostnað stafa af háu hlutfalli ungmenna af íbúafjölda landsins, börn séu lengur í grunnskóla á Íslandi en annars staðar, landið sé dreifbýlt og metnaður mikill. - bþs /
Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira