Barcelona vann í kvöld góðan 3-1 sigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni og hélt þar með perssu á Real Madrid.
Barcelona fór á toppinn í deildinni um stundarsakir að minnsta kosti en nú stendur yfir grannaslagur Real Madrid og Atletico Madrid. Real getur endurheimt toppsætið með sigri.
Lionel Messi og David Villa komu Barca yfir með tveimur mörkum í fyrri hálfleik og Pedro skoraði svo þriðja markið í síðari hálfleik. Manu del Moral náði svo að minnka muninn fyrir Getafe með marki úr vítaspyrnu.
Barcelona er með 25 stig eftir tíu leiki en Getafe er í ellefta sæti deildarinnar með þrettán stig.