Eitur mælist í mjólk vegna sorpbrennslu 28. desember 2010 06:00 Reykmengun frá Funa Á sumrin hefur fjörðurinn ítrekað fyllst af illþefjandi reyk.mynd/Halldór Sveinbjörnsson Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira