Framtíð Heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 21. október 2010 10:45 Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er tíðrætt um niðurskurð í heilbrigðis og velferðarkerfi okkar, boðaða byggðaröskun honum samfara ásamt öryggisleysi sjúklinga og starfsmanna í tengslum við þá umræðu sem fram fer. Ekki má gleyma þeirri sundrungu sem fjárlagafrumvarpið hefur þegar valdið milli landsbyggðarkjarna annars vegar og svo þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Aðilar rísa upp og lýsa eigin ágæti og nauðsyn þess að standa vörð um þá þjónustu sem veitt hefur verið. Mótmælafundir íbúa bera keim af eiginhagsmunapoti og samanburði landsfjórðunga hvað snertir tekjuöflun þeirra til þjóðarbúsins hlutfallslega samanborið við kostnaðarhlutdeild þeirra sömu í útgjöldum ríkisins til heilbrigðisþjónustu. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ákveðin sveitarfélög ættu þá lítinn sem engan rétt á slíkri þjónustu, eða hvað? Reglubundið er tiltekið markmið heilbrigðislaga í þessari umræðu að allir landsmenn eigi að njóta bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Aðalatriði síðustu setningar felst í samhenginu við tíma og möguleika. Á þessum tímapunkti virðist ekki vera völ á betri þjónustu en raun ber vitni samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það virðist ekki verið haft samráð varðandi tillögugerð við stjórnendur og fagfólk þeirra eininga sem um ræðir og þeim blöskrar hversu ískalt er gengið til verks. Heilbrigðisráðherra hefur fundað að eigin sögn og hans fólk úr ráðuneytinu undanfarið með stjórnendum og þeir bíða milli vonar og ótta að eitthvað verði dregið í land með niðurskurð hjá þeim, en vonin er lítil. Það hefur verið ítrekað oftar en einu sinni að heildarfjárhæð skerðingar muni ekki breytast, en hún er tæplega 5 milljarðar króna. Sumir segja að boðuð uppstokkun heilbrigðiskerfisins fari nú fram í skjóli kreppu, en hefði átt að eiga sér stað mun fyrr, nú sé tækifærið! Sá sem horfir á þetta hagsmunalaus gæti sagt að sveitarfélögin og heilbrigðisstofnanir muni ganga af hvorri annarri dauðri í þeirri baráttu um fjárframlög sem nú fer fram, dagljóst er að niðurskurðurinn mun eiga sér stað einhvers staðar, ekki satt? Þingmenn rúnir trausti keppast við að lýsa yfir vilja sínum til hjálpar kjördæmi sínu að berjast gegn fyrirhuguðum niðurskurði, nánast eins og kosningar væru í nánd og betra væri að tryggja nokkur atkvæði og berja sér á brjóst. Aumkunarvert í raun, enda engin leið að allir nái að uppfylla þau loforð sem þeir gefa. Þá má segja að þingmenn hlaðnir sérhagsmunum berjist á þingi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða sveitarfélag á endanum fer með „sigur" í þessari rimmu. Einskonar Útsvar á Alþingi Íslendinga fyrir þá sem kannast við sjónarpsþáttinn á RÚV. En hver er stefnan og hvernig mun hún auka eða viðhalda heilbrigði landsmanna? Það á að bæta eða öllu heldur verja grunnþjónustuna sem túlka má sem heilsugæslu , styðja við 2 sjúkrahús á landsvísu samanber Landspítala Háskólasjúkrahús og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skera niður þjónustu sérfræðilækna og einfalda til muna lyfjanotkun auk almenns niðurskurðar á sjúkrahússviðum heilbrigðistofnana eru þau atriði sem helst ber að nefna. Hvað þýðir það fyrir sjúklinga og hina almennu borgara og hvernig getum við treyst því að rétt sé farið að? QALY (Quality adjusted life year) er kostnaðarábatagreining tengd meðferð við sjúkdómi og er hægt að nota til að átta sig á framlegð við læknisþjónustu, þá eru einnig EMC (Efficient Medical Care) CEMC (Cost Effective Medical Care) auk annarra tæki sem geta aðstoðað enn frekar við vinnu þá sem fram þarf að fara í mótun heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Fagfólk og ráðuneyti verða að starfa þétt saman og þarf djarfa umræðu um það hvernig skuli skipta takmörkuðum fjármunum ríkisins. Ekki er auðséð að lausnin sé að færa þjónustuna til sveitarfélaga. Við áttum okkur á því að gæði þjónustunnar eru misskipt sem stendur, grunnþjónusta virðist víða betri úti á landi. Sjúkrahúsþjónusta á sér hins vegar engan líka utan Landspítala hérlendis hvað snertir möguleika til meðferðar. Þetta mun breytast lítið á næstu árum nema með miklu átaki, líklegra er að grunnþjónusta batni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfðari þjónusta leggjist mikið til af á landsbyggðinni, því miður. Það er vitað að í heilbrigðiskerfinu er of mikið um tvíverknað og óþarfa rannsóknir, eftirlit með þjónustu gæti verið betra, verkstjórn og flæði sjúklinga er ekki vel skilgreint og afmarkað, rígur og valdabarátta milli heilbrigðisstétta verður að víkja, þá eiga hvatakerfi og fjölbreytt rekstrarform að vera valmöguleiki og bæta þarf forvarnir. Þörf er á að skilgreina hvað við eigum að gera hér heima og hvað erlendis á sama hátt og við tökum afstöðu til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins hvað snertir þjónustu. Allt þarf þetta að byggja á gæðaviðmiðum og árangursmælingum sem eiga að vera grundvöllur inn í framtíðina. Góð heilbrigðisþjónusta er ekki sjálfsögð réttindi okkar allra heldur mjög mikilvæg og dýrmæt gæði sem verður að hlúa að með alúð og tryggja sem best með samvinnu aðila og sameiginlegum skilningi. Þjóðhagslegan ávinning af góðri heilbrigðisþjónustu er hægt að meta til fjár og hann er sko ekkert smáræði, engu að síður þarf að taka til og bæta afkomuna enn frekar. Slíkt verður ekki gert nema í samráði við fagaðila.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar