Innlent

Sextándi hver íbúi á Vesturlandi er í kjöri

búðardalur Í Dalabyggð verður enginn listi í boði við kosningarnar í vor.
fréttablaðið/ÓKÁ
búðardalur Í Dalabyggð verður enginn listi í boði við kosningarnar í vor. fréttablaðið/ÓKÁ

Óvenjulega margir eru nú í framboði á Vesturlandi, en það helgast af því að í Dalabyggð er enginn listi í boði. Við slíkar aðstæður eru allir íbúar sveitarfélagsins, sem kjörgengir eru, í framboði, nema þeir sem setið hafa í sveitarstjórn og gefa ekki kost á sér.

Þetta kemur fram í Skessuhorni, héraðsfréttablaði Vesturlands. Magnús Magnússon ritstjóri skrifar um þetta leiðara. Þar segir að sextándi hver íbúi héraðsins sé í framboði.

„Samkvæmt mínum útreikningum gæti 991 íbúi á Vesturlandi verið í kjöri við kosningarnar í vor. Þar af eru rúmlega 500 í Dölum. Þetta er náttúrulega met og jafngildir því að sextándi hver íbúi í landshlutanum sé í kjöri. Á framboðslistum eru þó ekki nema 288 íbúar á Vesturlandi,“ segir Magnús í leiðaranum.

Í kosningum til Alþingis árið 2009 voru 58.203 á kjörskrá í stærsta kjördæmi landsins, Suðvestur-kjördæmi. Hefði staðan verið eins þar og á Vesturlandi nú, hefðu 3.638 verið í kjöri. Athygli er vakin á því að ekki er verið að ræða um Norðvesturkjördæmi, heldur gamla Vesturlandskjördæmið.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×