Guðjón: Tek kannski Mourinho á þetta ef við vinnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2010 12:15 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld." Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld."
Dominos-deild karla Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira