Guðjón: Tek kannski Mourinho á þetta ef við vinnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2010 12:15 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld." Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Guðjón Skúlason segir að allir hans leikmenn séu klárir fyrir leikinn mikilvæga gegn Snæfelli í kvöld. Keflavík og Snæfell eigast við í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld en Guðjón er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Allir leikmenn eru tilbúnir og það er gríðarleg stemning í bæjarfélaginu fyrir leikinn í kvöld," sagði Guðjón en leikurinn fer fram í Keflavík. „Ég á von á því að það verði stappfullt hús og að það muni fyllast nokkru áður en leikurinn hefst. Það væri gaman ef það væri hægt að slá áhorfendamet í kvöld." Hann sagði að allir leikmenn væru heilir og klárir í slaginn í kvöld. „Menn geta vælt eftir leikinn en nú eru bara 40 mínútur eftir af tímabilinu og menn klára það auðvitað," sagði hann í léttum dúr. Guðjón segir mikilvægt að hans menn fái að stjórna hraðanum í leiknum en að það sé einnig algjört lykilatriði að frákasta vel gegn liði eins og Snæfelli. „Það er grundvallaratriði að vera á pari við þá í fráköstunum. En það fer líka allt eftir því hvernig menn hitta og þá verður það varnarleikurinn sem sker úr." Leikmenn börðust til blóðs í síðasta leik en alls þurfti að hlúa að þremur leikmönnum í leik liðanna í Stykkishólmi á mánudaginn. „Ég hef nú skoðað þessi atvik aftur á myndbandi og mér fannst þetta allt vera eitthvað sem gerðist í hita leiksins og er bara hluti af þessu. Stundum gerist svona lagað og stundum ekki." Og hann þorir ekki að spá um hvort að leikurinn í kvöld verði jafn og spennandi, ólíkt flestum öðrum leikjum í rimmu liðanna til þessa. „Maður veit aldrei. En ég hef þó góða tilfinningu fyrir leiknum og þetta er jú það sem menn hafa unnið að allt tímabilið. Í kvöld uppskera leikmenn eftir allt erfiðið." Spurður hvort að hann muni taka sér Jose Mourinho, stjóra Inter á Ítalíu, til fyrirmyndar í fagnaðarlátunum fari svo að Keflavík verði Íslandsmeistari í kvöld segir hann að svo gæti vel farið. „Það er spurning hvort maður taki Mourinho á þetta. Það væri þá allavega tilefnið til þess í kvöld."
Dominos-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira