Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir hið mikla áfall sem ríkasta félag heims varð fyrir á heimavelli í gær. Franska liðið Lyon sló þá Real Madrid út úr sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og því fær Real Madrid ekki að spila úrslitaleikinn á sínum eigin heimavelli; Santiago Bernabéu.
Real Madrid hefur ekki komist í gegnum sextán liða úrslitin síðan að liðið sló út Bayern München tímabilið 2003-2004. Real Madrid hefur aðeins unnið tvo af tólf leikjum sínum í sextán liða úrslitunum á þessum tíma og liðinu hefur aldrei tekist að vinna seinni leikinn.
Síðan að Real sló út Bayern München 10. mars 2004 með marki frá Zinedine Zidane hefur liðið dottið út fyrir tveimur ítölskum liðum (Juventus og Roma), tveimur enskum liðum (Arsenal og Liverpool) og svo bæði þýsku liði (Bayern München) og frönsku liði (Lyon).
Hér fyrir neðan má sjá örlög Real Madrid í sextán liða úrslitunum svart á hvítu. Þetta var í fjórða sinn sem Real-liðið skorar bara eitt mark eða minna í þessum tveimur leikjum í 16 liða úrslitum.
Sex ár í röð úr leik í sextán liða úrslitum
2010 Lyon, Frakklandi
Samanlagt: 1-2
Fyrri leikur í Lyon: 0-1 tap
Seinni leikur í Madrid: 1-1 jafntefli
2009 Liverpool, Englandi
Samanlagt: 0-5
Fyrri leikur í Madrid: 0-1 tap
Seinni leikur í Liverpool: 0-4 tap
2008 Roma, Ítalíu
Samanlagt: 2-4
Fyrri leikur í Róm: 1-2 tap
Seinni leikur í Madrid: 1-2 tap
2007 Bayern München, Þýskalandi
Samanlagt: 4-4 (útivallarmörk)
Fyrri leikur í Madrid: 3-2 sigur
Seinni leikur í München: 1-2 tap
2006 Arsenal, Englandi
Samanlagt: 0-1
Fyrri leikur í Madrid: 0-1 tap
Seinni leikur í London: 0-0 jafntefli
2005 Juventus, Ítalíu
Samanlagt: 1-2
Fyrri leikur í Madrid: 1-0 sigur
Seinni leikur í Torínó: 0-2 tap í framlengingu
Real Madrid úr leik í 16 liða úrslitum sjötta árið í röð - leikirnir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti



Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn