Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2010 20:16 Kristrún Sigurjónsdóttir tók af skarið á æsispennandi lokamínútum leiksins. Mynd/Daníel Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Julia Demirer lét ekki hnémeiðslin aftra sér og var með tröllatvennu, 23 stig og 26 fráköst. Hún hafði greinilega gott af hvíldinni í þriðja leiknum. Það var ekki síst vegna hennar framlags að Hamarsliðið vann fráköstin 51-42 og því er áfram svo að það lið sem hefur unnið fráköstin í leikjum einvígisins hefur fagnað sigri. KR-liðið byrjaði mun betur með fyrirliðanna Hildi Sigurðardóttur í fararbroddi. Hildur var með 7 stig og 4 stoðsendingar í fyrsta leikhluta, KR komst mest 9 stigum yfir, 21-12, en var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutanum, 25-17. Julia Demirer var þarna komin með 9 stig og 8 fráköst en hún átti eftir að bæta við það. KR hélt áfram frumkvæðinu fyrri hluta annars leikhlutans og komst ellefu stigum yfir eftir aðra þriggja stiga körfu Jenny Pfeiffer-Finora á stuttum tíma, 38-27. Hamarsliðið kláraði hinsvegar annan leikhlutann með frábærum spretti og vann síðustu 5:37 mínúturnar í leikhlutanum 18-4, og komst þremur stigum yfir fyrir lok leikhlutans, 45-42. Koren Schram skoraði níu síðustu stig Hamars í leikhlutanum þar af þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautið gall. Julia Demirer var með 18 stig og 16 fráköst í hálfleiknum og nýtti sér það vel að Signý Hermannsdóttir var í villuvandræðum og gat aðeins spilað í 12 mínútur í fyrri hálfleiknum. Það var mikil spenna í upphafi þriðja leikhluta og það tók liðin tæpar fjórar mínútur að skora fyrstu stig leikhlutans. Þar var Guðbjörg Sverrisdóttir að verki. Hamar var síðan með frumkvæðið út leikhlutann og náði sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 60-54, eftir að Íris Ásgeirsdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir skoruðu saman átta síðustu stig liðsins í leikhlutanum. Hamar náði mest tíu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta, 67-67 og var síðan 72-63 yfir eftir þriggja stiga körfu frá Koren Schram þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir. Miðherjinn Signý Hermannsdóttir kveikti þá í KR-liðinu með magnaðri þriggja stiga körfu og einni og hálfri mínútu síðar var KR búið að skora tíu stig í röð og var komið yfir í 73-72. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, tók þá leikhlé og kom liði sínu aftur í gang. Hamar skoraði fjögur næstu stigin og landaði að lokum sex stiga sigri. Kristrún Sigurjónsdóttir var mjög öflug á spennuþrungnum lokamínútum leiksins, skoraði fjögur stig og átti eina stoðsendingu. Julia Demirer átti frábæran leik með Hamar, Koren Schram tók meira af skarið en hún er vön, Kristrún Sigurjónsdóttir nýtti sér reynslu sína í lokin og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði átta mikilvæg stig í seinni hálfleiknum. Hildur Sigurðardóttir byrjaði frábærlega en lenti í villuvandræðum líkt og Signý Hermannsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir en þær þrjár voru bestu leikmenn KR í leiknum.Hamar-KR 81-75 (45-42)Stig Hamars: Julia Demirer 23/26 fráköst/3 varin skot, Koren Schram 20/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/8 fráköst.Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 18/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/7 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Margrét Kara Sturludóttir 9/12 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Julia Demirer lét ekki hnémeiðslin aftra sér og var með tröllatvennu, 23 stig og 26 fráköst. Hún hafði greinilega gott af hvíldinni í þriðja leiknum. Það var ekki síst vegna hennar framlags að Hamarsliðið vann fráköstin 51-42 og því er áfram svo að það lið sem hefur unnið fráköstin í leikjum einvígisins hefur fagnað sigri. KR-liðið byrjaði mun betur með fyrirliðanna Hildi Sigurðardóttur í fararbroddi. Hildur var með 7 stig og 4 stoðsendingar í fyrsta leikhluta, KR komst mest 9 stigum yfir, 21-12, en var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutanum, 25-17. Julia Demirer var þarna komin með 9 stig og 8 fráköst en hún átti eftir að bæta við það. KR hélt áfram frumkvæðinu fyrri hluta annars leikhlutans og komst ellefu stigum yfir eftir aðra þriggja stiga körfu Jenny Pfeiffer-Finora á stuttum tíma, 38-27. Hamarsliðið kláraði hinsvegar annan leikhlutann með frábærum spretti og vann síðustu 5:37 mínúturnar í leikhlutanum 18-4, og komst þremur stigum yfir fyrir lok leikhlutans, 45-42. Koren Schram skoraði níu síðustu stig Hamars í leikhlutanum þar af þriggja stiga körfu rétt áður en lokaflautið gall. Julia Demirer var með 18 stig og 16 fráköst í hálfleiknum og nýtti sér það vel að Signý Hermannsdóttir var í villuvandræðum og gat aðeins spilað í 12 mínútur í fyrri hálfleiknum. Það var mikil spenna í upphafi þriðja leikhluta og það tók liðin tæpar fjórar mínútur að skora fyrstu stig leikhlutans. Þar var Guðbjörg Sverrisdóttir að verki. Hamar var síðan með frumkvæðið út leikhlutann og náði sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 60-54, eftir að Íris Ásgeirsdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir skoruðu saman átta síðustu stig liðsins í leikhlutanum. Hamar náði mest tíu stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta, 67-67 og var síðan 72-63 yfir eftir þriggja stiga körfu frá Koren Schram þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir. Miðherjinn Signý Hermannsdóttir kveikti þá í KR-liðinu með magnaðri þriggja stiga körfu og einni og hálfri mínútu síðar var KR búið að skora tíu stig í röð og var komið yfir í 73-72. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, tók þá leikhlé og kom liði sínu aftur í gang. Hamar skoraði fjögur næstu stigin og landaði að lokum sex stiga sigri. Kristrún Sigurjónsdóttir var mjög öflug á spennuþrungnum lokamínútum leiksins, skoraði fjögur stig og átti eina stoðsendingu. Julia Demirer átti frábæran leik með Hamar, Koren Schram tók meira af skarið en hún er vön, Kristrún Sigurjónsdóttir nýtti sér reynslu sína í lokin og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði átta mikilvæg stig í seinni hálfleiknum. Hildur Sigurðardóttir byrjaði frábærlega en lenti í villuvandræðum líkt og Signý Hermannsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir en þær þrjár voru bestu leikmenn KR í leiknum.Hamar-KR 81-75 (45-42)Stig Hamars: Julia Demirer 23/26 fráköst/3 varin skot, Koren Schram 20/4 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 11, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 7, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1/8 fráköst.Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 18/11 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/7 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 14/9 fráköst/6 varin skot, Jenny Pfeiffer-Finora 14, Margrét Kara Sturludóttir 9/12 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti