Körfuboltavefurinn Karfan.is hefur vakið athygli á frábærum tilþrifum Ólafs Ólafssonar í sigurleik á Breiðabliki í gærkvöldi. Ólafur átti þá eina flottustu troðslu tímabilsins þegar hann skilaði sóknafrákasti í körfunni að hætti þeirra bestu í NBA-deildinni.
Ólafur tók þarna sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Guðlaugs Eyjólfssonar í lok þriðja leikhluta og tróð boltanum viðstöðulaust í körfuna yfir Jeremy Caldwell, bandarískan miðherja Blika. Hér má sjá myndband af troðslunni inn á Karfan.is.
Ólafur átti eftir að troða boltanum aftur í körfuna í fjórða leikhlutanum en hann stal þá boltanum af Jeremy Caldwell og fór einn upp í hraðaupphlaup og tróð með tilþrifum.
Ólafur átti annars frábæran leik á móti Blikum í gær en hann var með 18 stig, 9 fráköst, 5 stolna bolta og 3 varin skot í leiknum og Grindavík vann 33 stigum þann tíma sem hann var inn á vellinum. Ólafur hvíldi í 9 mínútur í leiknum og þeim tapaði Grindavík með 7 stigum.
Ólafur tróð með tilþrifum í Röstinni í gær - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn