
Sinadráttur og gróðafíkn
Nú brá svo við fyrir nokkrum vikum að Kínin Actavis-töflurnar fengust ekki lengur. Actavis hefur ákveðið að hætta framleiðslu lyfsins hér á landi. Enn eitt lyfið hvarf á þennan hátt, án nokkurs fyrirvara og sjaldnast nokkur skýring gefin.
Það er þó talið að sambærilegt lyf muni verða flutt inn af sömu aðilum frá verksmiðjum þeirra í öðrum löndum, en fólk þarf að bíða í einhverjar vikur eða mánuði. Ekkert sambærilegt lyf er til við sinadrætti og mega þeir sem líða fyrir þetta hafa sinn sinadrátt, fótakrampa og andvökur af þeirra völdum.
Þegar spurt er hvernig í ósköpunum standi á því að lyfjaframleiðandinn hagi sér svona, virðast læknar og lyfjafræðingar ekki hafa önnur svör en að lyfjaframleiðandinn Actavis græði ekki nóg á tilteknum lyfjum, en einhverjar hömlur eru á því hversu mikið lyfjaframleiðandinn fær að hækka verðið. Þetta er nefnilega alls ekkert einsdæmi heldur eru sennilega ekki færri en 30 lyf horfin úr apótekunum með þessum hætti á síðustu árum. Actavis hefur einhliða ákveðið að hætta framleiðslu þeirra hér á landi. Sjaldnast hafa nokkrar skýringar fylgt frá þessum alþjóðlega auðhring sem hefur einokunaraðstöðu hér á landi.
Lyfin sem skyndilega hverfa úr hillum apótekanna á sama hátt og Kínin nú, hafa alltaf verið tiltölulega ódýr lyf. Þessi lyf eru úr ýmsum flokkum, til dæmis sýklalyf, blóðþrýstingslyf og þunglyndislyf. Allt hafa þetta verið lyf sem mikil og yfirleitt góð reynsla hefur verið komin á. Þetta hefur oft skapað veruleg vandræði hjá fjölda sjúklinga. Um þetta hefur verið umræða á meðal sjúklinga, lækna og lyfjafræðinga í apótekum og merkilegt að hún skuli ekki hafa náð til fjölmiðla.
En aðferð Actavis hefur verið sú að láta þó nokkurn tíma líða áður en leyst er úr vandanum með því að hefja innflutning á sambærilegu lyfi. En þegar samheitalyfið kemur að utan, þá er það minnst tvöfalt dýrara og allt upp í fimm sinnum dýrara!
Alvanalegt hefur verið síðustu mánuði og ár að fjöldi nauðsynlegra lyfja sé ekki fáanlegur. Þau er „á bið“ eins og það er kallað. Nýjast dæmið er frá 1. júlí. Sýklalyfið Staklox, sem er breiðvirkt penicillin með sérstaklega góða verkun á stafylokokka eins og nafnið bendir til. Það er mikið notað við sýkingum í og undir húð, líka af völdum streptokokka og algengt dæmi er í sambandi við heimakomu, sem getur verið alvarleg sýking. Staklox er kjörlyf í þessu sambandi og mikill missir að því. Áður var Diclocil til með sama innihaldsefni en innflutningi á því var hætt fyrr nokkru. Ber Lyfjastofnun ekki ábyrgð á því að nauðsynleg lyf séu fyrir hendi? Lyfjaauðhringarnir virðast ekki bera neina ábyrgð nema gagnvart hluthöfunum og þar er rauði þráðurinn að skapa eigendum sem mestan gróða. Ekkert annað kemur til álita á þeim bæ. Samfélagsleg ábyrgð takmarkast við góðgerðir sem nefna má á tyllidögum.
Forsaga málsins er í örstuttu máli sú að Lyfjaverslun ríkisins, traust fyrirtæki sem framleiddi fjölda nauðsynlegra lyfja var einkavætt. Í kjölfar þess tókst einum aðila, Actavis, smám saman að sölsa undir sig nær alla lyfjaframleiðslu á Íslandi. Síðan hefur fyrirtækið verið að hagræða til að auka gróða sinn. Það er líkast því að við stjórn á þeim bæ sitji viðskiptafræðingur sem fari yfir framleiðslulistana, og velji úr þau lyf sem skila minnstum gróða, og striki einfaldlega yfir þau, alveg án tillits til hagsmuna sjúklinga og samfélagsins. Eru ekki líka einhverjir að missa vinnuna sem áður unnu við þessa framleiðslu?
Hvernig má það vera að Lyfjastofnun, heilbrigðisráðuneyti og aðrir ábyrgir aðilar horfi upp á þetta háttalag aðgerðarlausir?
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar