Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta 11. maí 2010 06:30 Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex bæjarfulltrúa af ellefu, en er með sjö í dag. Vinstri græn ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, og mælast nú með stuðning 12,1 prósents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk 5,2 prósent í síðustu kosningum, sem dugði þeim ekki til að ná manni í bæjarstjórn. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn í bænum með rúmlega helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn buðu fram sameiginlega í kosningunum 2006, undir merkjum A-lista. Flokkarnir fengu þá 33,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa. Þeir fá núna samanlagt 36,7 prósent og sama fjölda bæjarfulltrúa. Samkvæmt könnuninni yrðu því ekki miklar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa. Samfylking og Framsóknarflokkur fengju samanlagt sama fjölda og flokkarnir eru með sameiginlega í dag, en Vinstri græn bæta við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns mánudaginn 10. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með stuðning 51,2 prósenta þeirra bæjarbúa sem afstöðu tóku í könnuninni. Það er 5,1 prósentustigi undir kjörfylgi flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 56,3 prósent atkvæða. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn sex bæjarfulltrúa af ellefu, en er með sjö í dag. Vinstri græn ríflega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, og mælast nú með stuðning 12,1 prósents íbúa í Reykjanesbæ, og einn bæjarfulltrúa. Flokkurinn fékk 5,2 prósent í síðustu kosningum, sem dugði þeim ekki til að ná manni í bæjarstjórn. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn í bænum með rúmlega helming af fylgi Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin nýtur stuðnings 26,4 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við þessa niðurstöðu fengi flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 10,3 prósenta samkvæmt könnuninni, og fengi samkvæmt því einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn buðu fram sameiginlega í kosningunum 2006, undir merkjum A-lista. Flokkarnir fengu þá 33,2 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa. Þeir fá núna samanlagt 36,7 prósent og sama fjölda bæjarfulltrúa. Samkvæmt könnuninni yrðu því ekki miklar breytingar á fjölda bæjarfulltrúa. Samfylking og Framsóknarflokkur fengju samanlagt sama fjölda og flokkarnir eru með sameiginlega í dag, en Vinstri græn bæta við sig manni á kostnað Sjálfstæðisflokks. Hringt var í 800 manns mánudaginn 10. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 55,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira