Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða 21. maí 2010 02:30 morgunfundur Arion banka Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, flytur erindi sitt en við tóku svo þeir sem sitja í fremstu röð, (frá hægri) Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Alf Persson og Andreas Borsos frá ABB í Svíþjóð. Fréttablaðið/GVA Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira