Öllum erfitt að fjalla um mál ráðherrana 14. september 2010 02:30 Með skýrsluna á lofti Atli Gíslason í ræðustól Alþingis. fréttablaðið/gva Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Sagðist hann hafa haft að leiðarljósi að ná samstöðu og einhug innan nefndarinnar. Kvaðst hann vonast til að umræður færu fram um aðalatriðið, þ.e. sjálfa skýrsluna en ekki aukaafurðina, það sem snýr að ráðherraábyrgðinni. Sagði hann þann þátt hafa reynst öllum erfitt verk. „Það hefur ekki verið auðvelt fyrir neitt okkar og síst þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu til flokkssystkina sinna eða flokksfélaga sem þau hafa starfað með árum eða áratugum saman." Atli var engu að síður spurður hvort hann teldi ákæru fyrir landsdómi standast mannréttindi. Kvað hann svo vera. Atli sagði nefndina hafa komist að þeirri meginniðurstöðu að auka yrði sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. „Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu," sagði hann. „Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma." Atli nefndi dæmi um umhugsunarverð táknræn atriði er varða samskipti þings og ráðherra. „Við köllum ráðherrana hæstvirta en okkur háttvirta," sagði hann og benti einnig á aukinn rétt ráðherra til að grípa inn í umræður. Þá upplýsti hann að vegna ágangs ráðherra hefði verið útlit fyrir að störf þingmannanefndarinnar hefðu raskast á síðustu metrunum. Því hefði tekist að afstýra. Nefndarmenn skiptu með sér verkum við flutning skýrslunnar og voru stuttar athugasemdir leyfðar á milli ræðna. Málið er áfram á dagskrá þingsins í dag. - bþs Fréttir Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Sagðist hann hafa haft að leiðarljósi að ná samstöðu og einhug innan nefndarinnar. Kvaðst hann vonast til að umræður færu fram um aðalatriðið, þ.e. sjálfa skýrsluna en ekki aukaafurðina, það sem snýr að ráðherraábyrgðinni. Sagði hann þann þátt hafa reynst öllum erfitt verk. „Það hefur ekki verið auðvelt fyrir neitt okkar og síst þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu til flokkssystkina sinna eða flokksfélaga sem þau hafa starfað með árum eða áratugum saman." Atli var engu að síður spurður hvort hann teldi ákæru fyrir landsdómi standast mannréttindi. Kvað hann svo vera. Atli sagði nefndina hafa komist að þeirri meginniðurstöðu að auka yrði sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. „Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu," sagði hann. „Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma." Atli nefndi dæmi um umhugsunarverð táknræn atriði er varða samskipti þings og ráðherra. „Við köllum ráðherrana hæstvirta en okkur háttvirta," sagði hann og benti einnig á aukinn rétt ráðherra til að grípa inn í umræður. Þá upplýsti hann að vegna ágangs ráðherra hefði verið útlit fyrir að störf þingmannanefndarinnar hefðu raskast á síðustu metrunum. Því hefði tekist að afstýra. Nefndarmenn skiptu með sér verkum við flutning skýrslunnar og voru stuttar athugasemdir leyfðar á milli ræðna. Málið er áfram á dagskrá þingsins í dag. - bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira