Skelfileg byrjun hjá Tottenham í Mílanó en Bale með þrennu í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2010 20:30 Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu