Olic óstöðvandi og Bayern í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2010 16:22 Bæjarar fagna fyrsta marki Olic. Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Króatinn Ivica Olic skaut FC Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld er hann skoraði þrennu í 0-3 sigri liðsins á Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum. Bayern vann rimmu liðanna 4-0 samanlagt. Þýska liðið mun sterkara frá upphafi leiks og er verðskuldað komið í úrslit þar sem það mætir annað hvort Inter eða Barcelona. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum má sjá hana hér að neðan. Lyon - FC Bayern 0-3 (0-4 samanlagt) 0-1 Ivica Olic (26. mín), 0-2 Ivica Olic (66.), 0-3 Ivica Olic (78.) Rautt spjald: Cris, Lyon (59.) 86. mín: Lyon er fyrir löngu búið að gefast upp og leikmenn bíða eftir því að leiknum ljúki.78. mín: Olic getur hreinlega ekki hætt að skora og hann var að fullkomna þrennu sína. Að þessu sinni skoraði hann með skalla.76. mín: Bayern er líklegra til að bæta við en Lyon að minnka muninn.66. mín: MARK!!! Olic fær stungusendingu frá Altintop og klárar færið vel eins og svo oft áður. Held við getum lýst því yfir og sagt að Bayern sé komið í úrslitaleikinn.59. mín: Enn syrtir í álinn hjá Lyon sem var að missa Cris af velli með rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu.56. mín: Gengur sem fyrr erfiðlega hjá Lyon að opna vörn Bayern sem sækir hratt og Robben var næstum búinn að skora eftir góða skyndisókn.50. mín: Lyon fær ágætt færi en skotið siglir yfir markið. Frakkarnir verða að ná marki snemma til að eiga smá von.Hálfleikur: 0-1 fyrir Bayern sem er 45 mínútum frá sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabeau.39. mín: Varnarleikurinn hjá Bayern þéttur og liðið er með öll völd í þessum leik. Frakkarnir þurfa heldur betur að spýta í lófana.31. mín: Bastos fær algjört dauðafæri í teig Bayern en setur boltann fram hjá markinu. Lyon hefur ekki efni á að klúðra svona færum.26. mín: MARK!!! Ivica Olic kemur FC Bayern yfir með skoti úr teignum. Bayern spilaði vel í teiginn, Muller gaf á Olic sem kláraði færið sitt vel. Bayern með annan fótinn í úrslitaleiknum enda þarf Lyon nú að skora þrjú mörk og halda markinu hreinu á sama tíma ætli liðið sér í úrslit.23. mín: Leikurinn hefur róast nokkuð eftir fjöruga byrjun. Bayern sækir meira ef eitthvað er.10. mín: Leikurinn er mjög fjörugur og bæði lið reyna að sækja og leikurinn því opinn og skemmtilegur. Við gætum séð einhver mörk hér í kvöld.2. mín: Bayern byrjar með látum og Thomas Muller fékk dauðafæri strax í upphafi leiks en á einhvern óskilanlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá markinu. Byrjunarlið Lyon: Hugo Lloris, Jean-Alain Boumsong, Cris, Aly Cissokho. Anthony Reveillere, Jean Makoun, Maxime Gonalons, Lisandro Lopez, César Delgado, Michel Bastos, Sidney Govou. Byrjunarlið Bayern: Jörg Butt, Holger Badstuber, Daniel Van Buyten, Diego Contento, Philipp Lahm, Mark Van Bommel, Bastian Schweinsteiger, Arjen Robben, Hamit Altintop, Ivica Olic, Thomas Muller.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira