Meistaradeildarmeistarar Barcelona geta glaðst yfir því að bæði Xavi og Dani Alves eru í leikmannahópi Barcelona fyrir leikinn gegn Stuttgart í 16-liða úrslitum Meistararadeildarinn á þriðjudag.
Alves var búinn að vera frá vegna meiðsla í mánuð en Xavi meiddist í tapleiknum gegn Atletico Madrid á dögunum.
Þá verður Zlatan Ibrahimovic einnig með Barcelona í leiknum en hann var hvíldur í 4-0 sigrinum á Racing Santander um helgina.
Seydou Keita og Eric Abidal eru aftur á móti enn á meiðslalistanum og ferðuðust ekki með liðinu til Þýskalands.