Áhersla á erlendar nýfjárfestingar Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. desember 2010 06:00 Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki aðeins mikilvæg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt. Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að vinna ítarlega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórnvalda og stuðningi við markaðssetningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjárfestingar verið einhæfar og frumkvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar viðræðna við orkufyrirtækin. Í ljósi þess hve mikilvægar fjölbreyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahagslífsins, rammalöggjafar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í samstarfi Fjárfestingarstofu og nýrrar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefndin fer yfir skýrslu PWC, stefnumótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfestingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnugreinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhugasömum fjárfestum. Á sama tíma eru það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesavedeilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjármögnun orkuframkvæmda á eðlilegum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyrismálum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu er ekki aðeins mikilvæg vegna innspýtingar fjármagns í efnhagslífið heldur fylgir henni gjarnan ný þekking, tækni og tengsl við markaði. Hér á landi hafa erlendar fjárfestingar því miður verið bæði fátíðar og einhæfar enda hafa íslensk stjórnvöld aldrei mótað markvissa opinbera stefnu í þeim efnum. Úr því verður bætt. Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að vinna ítarlega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórnvalda og stuðningi við markaðssetningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjárfestingar verið einhæfar og frumkvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar viðræðna við orkufyrirtækin. Í ljósi þess hve mikilvægar fjölbreyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahagslífsins, rammalöggjafar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í samstarfi Fjárfestingarstofu og nýrrar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefndin fer yfir skýrslu PWC, stefnumótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfestingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnugreinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhugasömum fjárfestum. Á sama tíma eru það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesavedeilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjármögnun orkuframkvæmda á eðlilegum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyrismálum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun