
Áhersla á erlendar nýfjárfestingar
Fjárfestingarstofan, verkefni iðnaðarráðuneytisins, fékk ráðgjafarfyrirtækið PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að vinna ítarlega úttekt á því hvernig staðið er að öflun erlendra fjárfestinga á Íslandi. Skortur á stefnu stjórnvalda og stuðningi við markaðssetningu Íslands erlendis sem fjárfestingarkosts er talið meðal helstu hindrana á undanförnum áratugum. Enda hafa erlendar fjárfestingar verið einhæfar og frumkvæðið komið frá hinum erlendum framkvæmdaaðilum í kjölfar viðræðna við orkufyrirtækin.
Í ljósi þess hve mikilvægar fjölbreyttar erlendar fjárfestingar eru fyrir endurreisn efnahagslífsins, rammalöggjafar um ívilnanir vegna nýfjárfestinga, þeirra sóknarfæra sem felast í samstarfi Fjárfestingarstofu og nýrrar Íslandsstofu og skýrslu PWC hef ég skipað nefnd sérfræðinga úr atvinnulífinu til að vinna drög að stefnu stjórnvalda gagnvart erlendum fjárfestingum. Nefndin fer yfir skýrslu PWC, stefnumótunina að baki Íslandsstofu og þau verkefni sem Fjárfestingarstofa hefur verið að vinna á undanförnum árum og leggur fram tillögur um áherslusvið og breytt vinnubrögð stjórnvalda og stofnana. Markmiðið er að auka erlendar fjárfestingar með því að hafa frumkvæði að kynningum á Íslandi gagnvart völdum atvinnugreinum og svæðum auk þess að geta unnið markvissar úr þeim erindum sem berast frá áhugasömum fjárfestum.
Á sama tíma eru það á ábyrgð stjórnmálamanna að taka höndum saman um að endurreisa traust á Íslandi á alþjóðamörkuðum, t.d. með lausn á Icesavedeilunni, og skapa þannig forsendur fyrir fjármögnun orkuframkvæmda á eðlilegum kjörum. Þá þarf að liggja fyrir hvert stefnt skuli í gjaldeyrismálum þjóðarinnar enda þekkja frumkvöðlar sem leitað hafa erlendra fjárfesta af eigin raun að sveiflukennd örmynt er ein stærsta hindrunin í vegi nýfjárfestinga.
Skoðun

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar

Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar

Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar

Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar

Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar

Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar

Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar

Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar

Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar

Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar