Gareth Bale skoraði stórkostlega þrennu fyrir Tottenham í 3-4 tapi liðsins á móti Inter Milan á Giuseppe Meazza vellinum í Mílanó í Meistaradeildinni í kvöld.
Bale var stjarna kvöldsins þrátt fyrir tapið því mörkin skoraði þessi snjalli Walesverji á glæsilegan hátt og þrátt fyrir að Tottenham hafi leikið manni færri síðustu 80 mínútur leiksins.
Helstu myndaveitur í heimi voru uppfullar af myndum af framgöngu þessa frábæra leikmanns enda ekki á hverjum degi sem leikmenn í Meistaradeildinni skora þrennu við svona erfiðar aðstæður - manni færri og á útivelli á móti Evrópumeisturum.
Vísir hefur tekið saman nokkrar myndir af afreki Gareth Bale í kvöld.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Heimsklassa þrenna Gareth Bale - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn
