Sýning hjá Arsenal-liðinu og létt hjá Real gegn AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2010 20:34 Cesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Sjá meira
Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Sjá meira