Heather Ezell: Vonandi getum við spilað okkar besta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2010 12:30 Heather Ezell. Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Heather Ezell hefur átt frábært tímabil með Haukum og er að mati margra besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna. Ezell og félagar hennar í Haukum spila til úrslita í Subwaybikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. „Ég er mjög spennt fyrir að spila þennan leik. Þetta er greinilega einn stærsti leikur ársins á Íslandi og það er mjög gaman að fá að spila í Höllinni," segir Heather Ezell sem er með 29,2 stig, 10.6 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í deildinni. Keflavík hefur unnið báða innbyrðisleiki liðanna þar af seinni leikinn með 20 stigum í janúarmánuði. „Við töpuðum stórt á móti þeim síðast en við lærðum mikið af þeim leik og höfum í framhaldinu getað betrumbætt liðið. Við getum séð á þeim leik hvað við þurfum að laga fyrir þennan leik og vonandi náum við að laga það allt fyrir úrslitaleikinn," segir Heather og bætir við: „Við vorum ekki að spila nægilega vel í vörninni og leyfðum þeim að skora of mikið af auðveldum körfum. Sóknin gekk vissulega ekki nógi vel líka en það voru aðallega þessir litlu hlutir í vörninni sem við þurfum að laga. Við vitum að þessi bikar vinnst í vörninni og því skiptir öllu máli að við náum að stoppa þær," segir Heather. Haukar bættu við sig dönskum leikmanni eftir áramótin og Heather Ezell er mjög ánægð með Kiki Jean Lund sem er með 13,7 stig og 4,3 stoðsendingar að meðaltali auk þess að skora 2,9 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. „Kiki hefur hjálpað okkur mikið. Hún er frábær skotmaður og hefur komið með nýja vídd í okkar leik sem nýtist liðinu vel. Hennar tilkoma gerir það að verkum að það er erfiðara að tvöfalda á mig eða á einhverja af stóru stelpunum okkar því við erum komnar með aðra ógn fyrir utan þriggja stiga línuna," segir Heather. Heather ætlar að reyna að koma landsliðsmiðherjanum Rögnu Margréti Brynjarsdóttur sem fyrst inn í leikinn. „Ragna Margrét er frábær leikmaður og það er mín skoðun að hún hefur alla burði til þess að taka yfir leikina ef hún vill það. Vonandi komum við henni sem fyrst inn í leikinn og ýtum með því undir sjálfstraustið hennar. Hún getur hjálpað okkur mikið í þessum leik," segir Heather. Hún er bjartsýn og ætlar að reyna að gera sitt til þess að færa Haukum fimmta bikarmeistaratitil kvennaliðs félagsins. „Þetta er stór leikur fyrir bæði félög og það er talað um þennan leik út um allt land. Þetta verður stór leikur og vonandi getum við spilað okkar besta leik," sagði Heather að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira