Enn dregur úr gosinu í Eyjafjallajökli að sögn Sigþrúðar Árnadóttur starfsmanns Veðurstofu Íslands. Nokkrir litlir skjálftar mældust í nótt, flestir voru þeir grunnir en verið er að afla frekari upplýsinga um gosóróan á Veðurstofunni.
Tveir mánuðir eru frá því að gos hófst á Fimmvörðuhálsi. Þess varð fyrst vart rétt fyrir miðnætti 20. mars og stóð það til 13. apríl. Gosið úr toppgíg Eyjafjallajökuls hófst 14. apríl.