Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 22:42 Pavel Ermolinskij var flottur í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn