Eftir mörkin tvö frá Wayne Rooney í kvöld hefur hann gert 30 á þessu tímabili. Manchester United slátraði AC Milan 4-0.
„Í sannleika sagt hefði ég verið ánægður með 30 mörk frá honum þetta tímabilið. Hann er sífellt að bæta sig og var stórfenglegur í kvöld," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United.
Milan átti ekki möguleika í United í kvöld að sögn þess gamla. „Þetta var ótrúleg frammistaða í seinni hálfleik. Við spiluðum virkilega vel. Þegar við spilum á þessum hraða er erfitt að mæta okkur," sagði Ferguson.
Hann telur að sitt lið geti farið alla leið og á sér ekki neina óskamótherja í átta liða úrslitunum. „Með svona lið þá skiptir engu máli hver mótherjinn er," sagði hann.